Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 12:35 May ætlar enn að reyna að fá leiðtoga ESB til að gefa eftir svo hún geti komið útgöngusamningi í gegnum þingið. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja tveimur milljörðum punda í að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings um hvað tekur við í samskiptum þeirra. Theresa May forsætisráðherra reynir enn að ná betri samningi við sambandið en tilraunir hennar hafa ekki borið árangur til þessa. Atkvæðagreiðslu um útgöngusamning May við ESB sem átti að fara fram í breska þinginu á þriðjudag í síðustu viku var frestað þegar ljóst var orðið að hann yrði kolfelldur. May hélt þá til Brussel til að reyna að fá tryggingar frá evrópskum ráðamönnum sem gætu sannfært breska þingmenn til að samþykkja samning hennar. Forsætisráðuneytið segir nú að tilkynnt verði bráðlega um hvernig tveimur milljörðum punda verður varið til að búa Bretland undir að ganga úr ESB í lok mars án þess að samningur liggi fyrir um viðskipti og samskipti við Evrópu. Talsmaður May sagði á fundi með fréttamönnum fyrir hádegið að forsætisráðherrann reyndi enn að semja en að hún væri tilbúin að ganga úr ESB án samnings ef nauðsyn krefði, að sögn The Guardian. Viðræður við ESB haldi áfram í þessari viku. Spurður að því hvort að þingmenn fengju að greiða atkvæði um valkosti við Brexit hafnaði talsmaður forsætisráðherrans því. Útilokaði hann jafnframt að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgönguna yrði haldin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06
Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19