Veiðimaðurinn er kominn út Karl Lúðvíksson skrifar 17. desember 2018 09:42 Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til lesenda sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir jólin. Sól fer senn hækkandi á lofti og biðin eftir baráttu við spræka fiska styttist með hverjum deginum. Efni Veiðimannsins er fjölbreytt að vanda en í blaðinu er m.a. veiðistaðalýsing á Laugardalsá sem SVFR tryggði sér á haustdögum. Áin er spennandi en í blaðinu lýsir Ólafur E. Jóhannsson veiðistöðum Laugardalsár en hann hefur veitt í henni í 50 ár og ljóst að félagsmenn eiga von á góðu. Veiðisvæðið er fjölskylduvænt og fylgir veiði í tveimur vötnum veiðileyfum í Laugardalsá. Söluskrá SVFR fylgir blaðinu ásamt flóðatöflu sem sýnir strauma komandi sumars. Framundan er félagsúthlutun veiðileyfa SVFR en frestur til að sækja um veiðileyfi rennur út 13. janúar næstkomandi. Líflegt starf er í Kvennadeild SVFR og í blaðinu sláumst við í för með vöskum veiðikonum til Skotlands. Leitum ráða við því hvað skal gera þegar öfgaaðstæður eru á veiðislóð og ræðum við Lilju Bjarnadóttur og Kristínu Ósk Reynisdóttur sem eru árnefndarkonur í Langá. Veiðimaðurinn kynnist Odd Stenersen sem á sæti í árnefnd Elliðaánna og er þekktur fyrir yfirgripsmikla tölfræði frá heimavelli SVFR. Klakinn, fluga sem hefur lengi flogið undir radar veiðimanna er frumsýnd í blaðinu, en hönnuður hennar Siggi Haugur vill nú deila henni með fleirum. Veiðimaðurinn rýnir í sögu flugukastæfinga á Íslandi og lærir að grafa lax. Ýmislegt fleira er á borð borið en látum hér staðar numið. Gleðileg veiðijól! Vetrarblað Veiðimannsins er nr. 207 en það kom fyrst út frá árinu 1940 og hefur frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í áratugi. SVFR er útgefandi blaðsins. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði
Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til lesenda sem geta látið sig dreyma um komandi veiðisumar yfir jólin. Sól fer senn hækkandi á lofti og biðin eftir baráttu við spræka fiska styttist með hverjum deginum. Efni Veiðimannsins er fjölbreytt að vanda en í blaðinu er m.a. veiðistaðalýsing á Laugardalsá sem SVFR tryggði sér á haustdögum. Áin er spennandi en í blaðinu lýsir Ólafur E. Jóhannsson veiðistöðum Laugardalsár en hann hefur veitt í henni í 50 ár og ljóst að félagsmenn eiga von á góðu. Veiðisvæðið er fjölskylduvænt og fylgir veiði í tveimur vötnum veiðileyfum í Laugardalsá. Söluskrá SVFR fylgir blaðinu ásamt flóðatöflu sem sýnir strauma komandi sumars. Framundan er félagsúthlutun veiðileyfa SVFR en frestur til að sækja um veiðileyfi rennur út 13. janúar næstkomandi. Líflegt starf er í Kvennadeild SVFR og í blaðinu sláumst við í för með vöskum veiðikonum til Skotlands. Leitum ráða við því hvað skal gera þegar öfgaaðstæður eru á veiðislóð og ræðum við Lilju Bjarnadóttur og Kristínu Ósk Reynisdóttur sem eru árnefndarkonur í Langá. Veiðimaðurinn kynnist Odd Stenersen sem á sæti í árnefnd Elliðaánna og er þekktur fyrir yfirgripsmikla tölfræði frá heimavelli SVFR. Klakinn, fluga sem hefur lengi flogið undir radar veiðimanna er frumsýnd í blaðinu, en hönnuður hennar Siggi Haugur vill nú deila henni með fleirum. Veiðimaðurinn rýnir í sögu flugukastæfinga á Íslandi og lærir að grafa lax. Ýmislegt fleira er á borð borið en látum hér staðar numið. Gleðileg veiðijól! Vetrarblað Veiðimannsins er nr. 207 en það kom fyrst út frá árinu 1940 og hefur frætt og kætt fjölmargar kynslóðir veiðimanna í áratugi. SVFR er útgefandi blaðsins.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði