Napoli styrkti stöðu sína í öðru sæti ítölsku Seríu A deildinni með útsigri á Cagliari í kvöld, 1-0.
Allt virtist stefna í markalaust jafntefli, en það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem Arek Milik skoraði sigurmark Napoli.
Með sigrinum er Napoli í þægilegri stöðu í öðru sæti deildarinnar.
Napoli er átta stigum á eftir toppliði Juventus, og með sex stiga forskot á Inter sem situr í þriðja sæti.

