Sagði hann að ómögulegt hefði reynst að banna rapp og því ætti ríkið að reyna að stjórna því í meiri mæli. Menningarmálaráðuneytinu hefur verið falið að finna hentuga leið til að stýra tónleikum sem vinsælir eru meðal ungmenna.
Ummæli Pútín koma eftir að rapparinn Husky var handtekinn í kjölfar þess að þónokkrum tónleikum hans var aflýst.
Yfirvöld í borginni Krasnodar í suðurhluta Rússlands aflýstu tónleikum Husky vegna meintrar öfgastefnu.
Husky, sem heitir réttu nafni Dmitry Kuznetsov, var síðar fangelsaður í tólfa daga eftir að hann kom fram á bílþaki.
„Rapp og annað nýmóðins byggja á þremur megin stoðum, kynlífi, fíkniefnum og mótmælum,“ sagði forsetinn.
„Ég hef mestar áhyggjur af fíkniefnunum. Þetta stefnir í að þjóðin verði smánuð.“
Forsetinn hefur einnig áhyggjur af orðfæri í rappi og sagðist hafa rætt þann hluta við málfræðing. Málfræðingurinn á að hafa útskýrt fyrir forsetanum að blótsyrði séu hluti af öllum tungumálum og þá greip Pútín í myndlíkingu um líkamann.
„Við erum með alls kyns líkamshluta, og það er ekki eins og við sýnum þá við hvert tilefni.“