Bjóða í mat á aðfangadag: „Ekki vera ein/n um jólin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:54 Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir eru búin að leigja húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag. Aðsend Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir fá afnot af húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag. Í boði verður þriggja rétta máltíð. „Þetta verður sunnudagslæri að hætti mömmu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann vill eindregið að þeir sem búa við þannig aðstæður að vera einir um jólin komi og njóti samveru og hátíðarstundar þann 24. desember. Aðspurður hvernig hugmyndin væri til komin svarar Sigurður því til að þau hjónin hafi upphaflega ætlað sér að bjóða einni manneskju í mat sem þau vissu að yrði ein um jólin. „Þetta varð síðan snjóbolti sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sigurður því þau hafi í kjölfarið frétt af fleiri sem vantar félagsskap um jólin. Sigurður og Ásta Björk ákváðu að taka til sinna ráða og bjóða öllum í mat sem vilja félagsskap í sveitarfélaginu svo lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem vilja þiggja boð hjónanna er bent á að skrá sig í síma 856-5656. Aðspurður hvort auðveldara sé að einangra sig í höfuðborginni en á Selfossi segist Sigurður ekki vera viss en bendir þó á: „Hér þekkir maður nágranna sína betur en nokkurn tíma í Reykjavík,“ segir Sigurður sem hefur reynslu af báðum stöðum því hann bjó lengi vel í höfuðborginni. Síðustu ár hafi þó fjölgað allverulega í sveitarfélaginu frá því hann fyrst flutti til Selfoss. Nú þegar hafa um tólf einstaklingar haft samband við Sigurð og þegið boð þeirra hjóna. Hann segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi hringt með ákveðna einstaklinga í huga og spurst fyrir um fyrirkomulagið. Þá hafa aðrir hringt og boðið fram aðstoð sína. Eigendur Tryggvaskála ætla þannig að bjóða upp á humarsúpu í forrétt og þá hafa ýmsir íbúar Selfoss boðist til að keyra gestina til og frá. Þeir sem vilja leggja hjónunum lið með einhverjum hætti er bent á að hafa samband í síma 8565656. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Hjónin Sigurður Lárusson og Ásta Björk Ólafsdóttir fá afnot af húsnæði Kaffilífs á Selfossi og ætla að bjóða öllum þeim sem annars væru einir um jólin að koma og snæða með fjölskyldunni á aðfangadag. Í boði verður þriggja rétta máltíð. „Þetta verður sunnudagslæri að hætti mömmu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann vill eindregið að þeir sem búa við þannig aðstæður að vera einir um jólin komi og njóti samveru og hátíðarstundar þann 24. desember. Aðspurður hvernig hugmyndin væri til komin svarar Sigurður því til að þau hjónin hafi upphaflega ætlað sér að bjóða einni manneskju í mat sem þau vissu að yrði ein um jólin. „Þetta varð síðan snjóbolti sem stækkaði og stækkaði,“ segir Sigurður því þau hafi í kjölfarið frétt af fleiri sem vantar félagsskap um jólin. Sigurður og Ásta Björk ákváðu að taka til sinna ráða og bjóða öllum í mat sem vilja félagsskap í sveitarfélaginu svo lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem vilja þiggja boð hjónanna er bent á að skrá sig í síma 856-5656. Aðspurður hvort auðveldara sé að einangra sig í höfuðborginni en á Selfossi segist Sigurður ekki vera viss en bendir þó á: „Hér þekkir maður nágranna sína betur en nokkurn tíma í Reykjavík,“ segir Sigurður sem hefur reynslu af báðum stöðum því hann bjó lengi vel í höfuðborginni. Síðustu ár hafi þó fjölgað allverulega í sveitarfélaginu frá því hann fyrst flutti til Selfoss. Nú þegar hafa um tólf einstaklingar haft samband við Sigurð og þegið boð þeirra hjóna. Hann segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi hringt með ákveðna einstaklinga í huga og spurst fyrir um fyrirkomulagið. Þá hafa aðrir hringt og boðið fram aðstoð sína. Eigendur Tryggvaskála ætla þannig að bjóða upp á humarsúpu í forrétt og þá hafa ýmsir íbúar Selfoss boðist til að keyra gestina til og frá. Þeir sem vilja leggja hjónunum lið með einhverjum hætti er bent á að hafa samband í síma 8565656.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira