Ástralska ríkisstjórnin hefur gefið það út að hún hyggist viðurkenna stöðu Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Sendiráðið verður hins vegar ekki fært frá Tel Aviv fyrr en að friðarsamningar nást.
Scott Morrison, forsætisráðherra, mun greina frá fyriráætlunum í ræðu á morgun samkvæmt Guardian. Morrison er talinn ætla að að viðurkenna vesturhluta borgarinnar sem höfuðborg ríkisins.
Einnig er hann talinn ætla að lýsa yfir viðurkenningu Ástralíu á sjálfstæði Palestínu eftir að samningar um tveggja ríkja lausnina nást.
Hyggst Ástralíustjórn þá viðurkenna austurhluta Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Morrison ætlar hins vegar ekki að feta í fótspor Donald Trump og leiðtoga ýmissa annarra ríkja til dæmis Paragvæ sem flutt hafa sendiráð sín frá Tel Aviv til Jerúsalem.
Mikil mótmæli brutust út við opnum sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem fyrr á árinu og er talið að Morrison hyggist ekki flytja sendiráðið til Jerúsalem fyrr en að samið er um frið á svæðinu.
