Enski boltinn

Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn Manchester United

Hjörvar Ólafsson skrifar
Einn besti markvörður heims hefur ekki fengið mikla hjálp frá varnarlínu sinni í vetur
Einn besti markvörður heims hefur ekki fengið mikla hjálp frá varnarlínu sinni í vetur vísir/getty
Liverpool fær Manchest­er United í heimsókn í stórleik 17. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Anfield á morgun. Segja má að taflið hafi snúist frá því sem verið hefur lungann úr síðustu þremur áratugum tæpum.

Fyrir leiki helgarinnar er Liverpool í efsta sæti deildarinnar með eins stigs forskot á Manchester City og 16 stig skilja að Liverpool og Manchester United sem situr í sjötta sæti deildarinnar.

Liverpool er í meiðslavandræðum í varnarlínu sinni, en Joël Matip, Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez glíma við meiðsli. Nathaniel Clyne hefur æft af fullum krafti í vikunni og er leikfær í leiknum, en líklegra er að James Milner leysi hægri bakvarðarstöðuna að þessu sinni. Hjá Man­chester United eru Victor Lindelöf og Alexis Sánchez á meiðslalistanum.

Liverpool þurfti að öllum sínum kröftum og einbeitingu að halda í sigrinum gegn Napoli í Meistaradeildinni, en sigurinn var lífsnauðsynlegur til þess að tryggja liðinu sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Manchester United gat hins vegar mætt áhyggjulaust til leiks þegar liðið mætti Valencia þar sem liðið var þegar komið áfram fyrir leikinn.

Liðin gerðu markalaust jafn­tefli þegar þau mættust í deildinni á síðasta keppnistímabili, en Manchester United hafði betur í deildarleik liðanna á Old Trafford. Liverpool ætti að mæta til leiks með meira sjálfstraust þar sem liðið hefur borið sigur úr býtum í síðustu fjórum leikjum sínum og sex af síðustu sjö leikjum sínum. Man­chester United hefur hins vegar á sama tíma unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum, tapaði tveimur og gert þrjú jafntefli.

Liðin hafa skorað ámóta mörg mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Manchester United hefur hins vegar gengið mun verr en Manchester United að koma í veg fyrir mörk andstæðinga sinna. Liverpool hefur fengið á sig sex deildarmörk á meðan Man­chester United hefur lekið 20 mörkum meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×