Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. desember 2018 07:30 Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021 Vísir/Vilhelm Fjöldi aðstoðarmanna ráðherra og alþingismanna verður kominn yfir 50 eftir tvö ár. Ráðnir verða 17 nýir aðstoðarmenn fyrir þingflokka á næstu árum og hafa þingflokksformenn komist að samkomulagi um hvernig þeim verður skipt milli þingflokka. Eftir áramót verða átta nýir aðstoðarmenn ráðnir, einn fyrir hvern þingflokk. Árið 2020 bætast fimm við og fjórir árið 2021. Síðari árin tvö verður aðstoðarmönnum þingflokka skipt milli þingflokka eftir reiknireglu D’Hondt og verður miðað við stærð þingflokka að frátöldum þeim þingmönnum sem þegar hafa aðstoðarmenn, þ.e. ráðherrar og formenn. Eftir að framangreint samkomulag formanna þingflokkanna náðist rétt fyrir síðustu mánaðamót minnkaði hins vegar þingflokkur Flokks fólksins um helming og fór úr fjórum þingmönnum í tvo og hinir brottreknu þingmenn eru orðnir óháðir þingmenn. Þegar frumvarp um þessar breytingar var rætt á Alþingi í vikunni kom fram í ræðu Birgis Ármannssonar að formenn þingflokka hafi rætt málið aftur í kjölfar þessara breytinga en ákveðið að hrófla ekki við samkomulaginu að svo stöddu. Því ber svo við að hinn tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins verður kominn með þrjá starfsmenn eftir áramót. Hinir brottreknu, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru hins vegar á köldum klaka og fá engan aðstoðarmann. Í máli Birgis Ármannssonar kom þó einnig fram að verði frekari breytingar á stærð þingflokka á kjörtímabilinu verði fjöldi starfsmanna þeirra einnig tekinn til endurskoðunar. Af frumvarpinu er einnig ljóst að störf aðstoðarmannanna eru í eðli sínu pólitísk. Þannig er ráðningarsamband þeirra við þingið einungis formlegt því skrifstofustjóri ræður starfsmann að fenginni tillögu þingflokks. Ekki er skylt að auglýsa störfin og ráðningin er tímabundin og miðast að hámarki við lengd kjörtímabils. Birgir Ármannsson segir að sem pólitískir starfsmenn verði þeir líklega settir í önnur og pólitískari verkefni en þingmenn leiti til starfsmanna þingsins með og þeir gefi þingmönnum ábendingar sem eru í eðli sínu ekki eingöngu faglegar heldur einnig pólitískar. Birgir segir að með þessu geti þingmenn og þingflokkar átt þess kost að bæta upp og auka þekkingu innan þingflokka sinna. Hann segir að þegar hann var í stjórnarandstöðu hafi oft verið gagnlegt að hafa einhvern að leita til. „Þetta er gott mál og þýðir að ég og aðrir þingmenn getum sinnt starfinu sem kjósendur hafa treyst okkur fyrir enn betur,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og bætir við: „Það eru ekki allir alþingismenn lögfræðingar og hagfræðingar sem betur fer. Við viljum hafa alls konar fólk á þingi; fólk með alls konar styrkleika og úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Allt þetta fólk þarf að geta sinnt starfinu sínu óháð menntun og fyrri starfsreynslu. Þess vegna er aðstoðarmannakerfið svo mikilvægt. Persónulega finnst mér að við ættum að ganga miklu lengra. Mér finnst að hver og einn þingmaður ætti að hafa sinn eigin aðstoðarmann,“ segir Jón Þór. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári. 8. desember 2018 08:29 Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. 13. nóvember 2018 11:13 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Fjöldi aðstoðarmanna ráðherra og alþingismanna verður kominn yfir 50 eftir tvö ár. Ráðnir verða 17 nýir aðstoðarmenn fyrir þingflokka á næstu árum og hafa þingflokksformenn komist að samkomulagi um hvernig þeim verður skipt milli þingflokka. Eftir áramót verða átta nýir aðstoðarmenn ráðnir, einn fyrir hvern þingflokk. Árið 2020 bætast fimm við og fjórir árið 2021. Síðari árin tvö verður aðstoðarmönnum þingflokka skipt milli þingflokka eftir reiknireglu D’Hondt og verður miðað við stærð þingflokka að frátöldum þeim þingmönnum sem þegar hafa aðstoðarmenn, þ.e. ráðherrar og formenn. Eftir að framangreint samkomulag formanna þingflokkanna náðist rétt fyrir síðustu mánaðamót minnkaði hins vegar þingflokkur Flokks fólksins um helming og fór úr fjórum þingmönnum í tvo og hinir brottreknu þingmenn eru orðnir óháðir þingmenn. Þegar frumvarp um þessar breytingar var rætt á Alþingi í vikunni kom fram í ræðu Birgis Ármannssonar að formenn þingflokka hafi rætt málið aftur í kjölfar þessara breytinga en ákveðið að hrófla ekki við samkomulaginu að svo stöddu. Því ber svo við að hinn tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins verður kominn með þrjá starfsmenn eftir áramót. Hinir brottreknu, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru hins vegar á köldum klaka og fá engan aðstoðarmann. Í máli Birgis Ármannssonar kom þó einnig fram að verði frekari breytingar á stærð þingflokka á kjörtímabilinu verði fjöldi starfsmanna þeirra einnig tekinn til endurskoðunar. Af frumvarpinu er einnig ljóst að störf aðstoðarmannanna eru í eðli sínu pólitísk. Þannig er ráðningarsamband þeirra við þingið einungis formlegt því skrifstofustjóri ræður starfsmann að fenginni tillögu þingflokks. Ekki er skylt að auglýsa störfin og ráðningin er tímabundin og miðast að hámarki við lengd kjörtímabils. Birgir Ármannsson segir að sem pólitískir starfsmenn verði þeir líklega settir í önnur og pólitískari verkefni en þingmenn leiti til starfsmanna þingsins með og þeir gefi þingmönnum ábendingar sem eru í eðli sínu ekki eingöngu faglegar heldur einnig pólitískar. Birgir segir að með þessu geti þingmenn og þingflokkar átt þess kost að bæta upp og auka þekkingu innan þingflokka sinna. Hann segir að þegar hann var í stjórnarandstöðu hafi oft verið gagnlegt að hafa einhvern að leita til. „Þetta er gott mál og þýðir að ég og aðrir þingmenn getum sinnt starfinu sem kjósendur hafa treyst okkur fyrir enn betur,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og bætir við: „Það eru ekki allir alþingismenn lögfræðingar og hagfræðingar sem betur fer. Við viljum hafa alls konar fólk á þingi; fólk með alls konar styrkleika og úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Allt þetta fólk þarf að geta sinnt starfinu sínu óháð menntun og fyrri starfsreynslu. Þess vegna er aðstoðarmannakerfið svo mikilvægt. Persónulega finnst mér að við ættum að ganga miklu lengra. Mér finnst að hver og einn þingmaður ætti að hafa sinn eigin aðstoðarmann,“ segir Jón Þór.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári. 8. desember 2018 08:29 Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. 13. nóvember 2018 11:13 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00
Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári. 8. desember 2018 08:29
Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. 13. nóvember 2018 11:13
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum