

Partíleikur Sigmundar Davíðs
Icke gengur í salinn klæddur fjólubláum íþróttagalla.
„Hvers vegna þú,“ spyr Wogan í kurteislegum árásarham. „Hvers vegna ert þú sá útvaldi?“
Áhorfendurnir í salnum hlæja.
Augnaráð Icke flöktir. Eins og afkróað dýr bítur Icke frá sér. „Fólk hefði sagt það sama um Jesú. Hver í fjandanum þykist þú vera? Þú ert bara sonur smiðs.“
Eðlur í mannslíki
Ég var í íslensku jólapartíi hér í London um síðustu helgi þar sem um fátt annað var rætt en hinar svo kölluðu Klaustursupptökur. Ein spurning brann á allra vörum. Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kennt svo gott sem öllum öðrum um málið en sjálfum sér – dularfullum hlerunarbúnaði, öllum hinum sem hafa sagt „ennþá ljótari hluti“ en hann, huldumönnum sem Bára Halldórsdóttir kann að hafa „tekið á sig sök“ fyrir. Hvenær verður Sigmundur Davíð uppiskroppa með sökudólga?
Súrrealískt viðtal Terry Wogan við David Icke er frægt í Bretlandi. Viðtalið markaði endalok ferils Icke sem þáttastjórnandi. Það markaði hins vegar upphaf ferils hans sem einn fremsti samsæriskenningasmiður heims. David Icke heldur því fram að veröldin sé full af eðlum í mannslíki með ill áform. Barack Obama er eðla. Mick Jagger er augljóslega eðla. Elísabet Englandsdrottning er eðla.
Þeir hálfnafnar Davíð Icke og Sigmundur Davíð eiga fleira sameiginlegt en að vera kenndir við konung sem stútaði Golíat, risanum ógurlega. Regla sem gjarnan er notuð í vísindum og gengur undir heitinu rakhnífur Ockham kveður á um að einfaldasta skýringin sé oftast sú rétta. Icke og Gunnlaugsson eiga það sameiginlegt að vera þeirrar skoðunar að augljósasta skýringin er sjaldnast sú rétta.
Á jólasamkomunni hér í London varð til leikur sem hlaut heitið „partíleikur Sigmundar Davíðs“. Leikreglur voru eftirfarandi: Þátttakendur þurftu að láta sér detta í hug sökudólg handa Sigmundi ellegar taka brennivínsskot. Formanni Miðflokksins er hér með gefið góðfúslegt leyfi til að nýta afraksturinn:
1) Vertinn á Klaustri Bar: Víða er það saknæmt að selja fólki sem þegar er mjög drukkið meira áfengi. Orðfæri þingmannanna sex sem sátu saman að sumbli er klárlega á ábyrgð vertsins á Klaustri.
2) Brölt apanna: Fyrir nokkrum milljónum ára stakk forfaðir mannanna hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu, það réttist úr bökum, verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt í einu voru allir komnir með hlerunarbúnað í vasann. Ef aparnir hefðu aðeins haldið sig í trjánum …
3) Allt í plati: Upptakan var sýnishorn úr Áramótaskaupinu.
4) Stalín, Pol Pot, Hitler og Neró: Sigmundur kann „fjölmargar sögur“ af fólki sem hefur sagt og gert svo „miklu ljótari hluti“.
5) Framleiðendur gulra vesta: Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Stuðningsmenn hennar hyggjast fjölmenna á svæðið í gulum vestum að hætti franskra mótmælenda. Grunur hlýtur að falla á framleiðendur gulra vesta um að vera á bak við Klaustursskandalinn sem stórgræða á uppátækinu.
6) Eðlur: Ef allt annað bregst má alltaf klína þessu á eðlurnar.
Skoðun

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar