Færri mál bíða hjá kynferðisbrotadeild þrátt fyrir fleiri kærur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 22:00 Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings. Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Eftir skipulagsbreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa afköst aukist gríðarlega. Færri mál bíði afgreiðslu þrátt fyrir að fleiri kærur. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var harðlega gagnrýnd í upphafi árs eftir að upp komst um mistök sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnarverndar Reykjavíkur, sem hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Á þeim tíma var búið að vera gríðarlegt álag á deildinni, meðal annars vegna málafjölda og lélegrar mönnunar sem leiddi til þess að rannsókn mála dróst á langinn. Í mars ákvað ríkisstjórnin að verja meiri peningum til að efla málsmeðferð kynferðisbrota og fékk deildin fjóra starfsmenn til viðbótar í apríl. Auk starfsmanns í þjónustudeild og á ákærusvið. Theódór Kristjánsson, tók við sem nýr yfirmaður í mars, og hefur markvisst verið unnið að skipulagsbreytingum síðan. Hann segir fjáraukninguna hafa skilað sér í mun öflugri deild. „Fram til fyrsta apríl þá náðum við að rannsaka sex af hverjum tíu málum sem komu til okkar en eftir 1. apríl og til dagsins í dag þá náum við að rannsaka tólf mál ef þau koma til okkar tíu eða tveimur fleiri málum,“ segir Theodór. Þannig sé deildin að ná að vinna á bunkanum og klára eldri mál. Theódór segir að kærum vegna kynferðisbrota hafi fjölgað mikið. Fyrstu ellefu mánuðina árið 2016 voru þær 240 og 285 í fyrra. „Og við erum með núna 35 prósent meira af kærum til okkar heldur en að meðaltali síðustu þriggja ára og komnar 354 í ár.“ Samkvæmt þessu kemur að meðaltali ein kæra á dag á borð deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru 145 mál sem liggja á borði deildarinnar og er það talsvert betri staða en síðustu ár. „Auðvitað væri best ef það væru engin mál. En þau taka tíma. Við þurfum að fá gögn, við þurfum að taka við kæru við þurfum að yfirheyra sakborninga. Allt tekur þetta tíma.“ Nú klárar deildin að rannsaka um þrjátíu mál á mánuði og tekur að meðaltali fjóra mánuði í að klára mál. Ef engar breytingar hefðu orðið væri ástandið allt annað. „Ef við hefðum haldið áfram á sömu braut þá væru 303 mál í deildinni í staðinn fyrir 145 sem við erum býsna ánægð með.“ Þá er verið að skoða það að breyta verkferlum í kringum tilkynningar um kynferðisafbrot til almennings.
Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira