Þriðjungur kvenna sem leitar til Stígamóta eru fatlaðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. desember 2018 18:48 Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi, telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. Vísir/Egill Fatlað fólk leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisofbeldis. Þá var rúmlega þriðjungur þeirra sem leitaði til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra andlega eða líkamlega fatlað fólk.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að grunur leiki á að yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, sagði málið alls ekkert einsdæmi og að mörg slík mál hafi komið inn á borð Bjarkarhlíðar. Samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum er stór hópur þeirra sem þangað leitar konur sem búa við einhvers skonar fötlun. Árið 2017 leituðu 459 manns til Stígamóta í fyrsta sinn vegna kynferðisofbeldis. 163 eru fatlaðir, það er búa við einhvers konar skerðingu. Langflestir eru með geðfötlun eða 135 manns. Þetta þýðir að 35 prósent af þeim sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á árinu 2017 eru andlega eða líkamlega fatlaðir. Þá kemur fjöldi mála þar sem brotið er kynferðislega á fötluðu fólki reglulega á borð lögreglu. „Þessum málum hefur fjögað verulega síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. „Kannski voru þessi mál bara þögguð niður á árum áður en sem betur fer er búið að fræða fatlaða og aðra sem sinna þeim meira um þessi mál seinni árin og það hefur skilað sér í fleiri kærum,“ segir Kristján Ingi. Hann segir mál af þessu tagi sérstaklega viðkvæm. „Fólk með fötlun er útsett fyrir því að geta orðið fyrir kynferðisbrotum. Þetta geta oft verið mikil flækjumál og það eru menn úti í þjóðfélaginu sem eru að misnota sér þessa aðstæður.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Fatlað fólk leitar í auknum mæli til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisofbeldis. Þá var rúmlega þriðjungur þeirra sem leitaði til Stígamóta í fyrsta sinn í fyrra andlega eða líkamlega fatlað fólk.Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að grunur leiki á að yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, sagði málið alls ekkert einsdæmi og að mörg slík mál hafi komið inn á borð Bjarkarhlíðar. Samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum er stór hópur þeirra sem þangað leitar konur sem búa við einhvers skonar fötlun. Árið 2017 leituðu 459 manns til Stígamóta í fyrsta sinn vegna kynferðisofbeldis. 163 eru fatlaðir, það er búa við einhvers konar skerðingu. Langflestir eru með geðfötlun eða 135 manns. Þetta þýðir að 35 prósent af þeim sem leituðu til Stígamóta í fyrsta sinn á árinu 2017 eru andlega eða líkamlega fatlaðir. Þá kemur fjöldi mála þar sem brotið er kynferðislega á fötluðu fólki reglulega á borð lögreglu. „Þessum málum hefur fjögað verulega síðustu tvö til þrjú árin,“ segir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann telur að það sé vitundavakning skýri þróunina. „Kannski voru þessi mál bara þögguð niður á árum áður en sem betur fer er búið að fræða fatlaða og aðra sem sinna þeim meira um þessi mál seinni árin og það hefur skilað sér í fleiri kærum,“ segir Kristján Ingi. Hann segir mál af þessu tagi sérstaklega viðkvæm. „Fólk með fötlun er útsett fyrir því að geta orðið fyrir kynferðisbrotum. Þetta geta oft verið mikil flækjumál og það eru menn úti í þjóðfélaginu sem eru að misnota sér þessa aðstæður.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira