Ellert segir aldraða ekki hafa tíma til að bíða Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 20:15 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni. FBL/SAJ Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram. Alþingi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram.
Alþingi Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira