Þýski skútuþjófurinn bar fyrir sig ævintýramennsku og slapp við steininn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 14:16 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07
Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24