Segir dómstóla gefa kynferðisbrotamönnum afslátt á refsingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 19:30 Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Stöð 2 Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira