Raunheimar að verða að einu risastóru upplýsingakerfi Þór Jes Þórisson skrifar 13. desember 2018 08:00 Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun