Engin viðurlög en gengið út frá því að hlutverk Alþingis sé virt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. desember 2018 11:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir mikilvægt að þeir sem boðaðir séu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svari kallinu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira