Í kvöld birti Vísir fréttir af því að Báru hefði borist bréf frá héraðsdómara þess efnis að hún skyldi koma fyrir Héraðsdóm 17. desember næstkomandi og gefa skýrslu vegna mögulegs einkamáls sem yrði höfðað á hendur henni.
Bréfið var sent að beiðni Reimars Péturssonar lömanns fyrir hönd fjögurra einstaklinga sem allir eru aðilar að Klaustursmálinu svokallaða. Beiðnin byggir á tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um vitnaleiðslur og öflun sönnunargagna fyrir dómi. Dómsmál kann að vera höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinna gagnaöflunar.
Á Twittersíðu sinni sagði Jón Gnarr að ef svo ólíklega vildi til að Bára yrði „dæmd til að borga eitthvað þá verður slegið í söfnun hér og ég skal stjórna uppboði og hvað eina.“
ef svo ólíklega vildi til að Bára Marvin yrði dæmd til að borga eitthvað þá verður slegið í söfnun hér og ég skal stjórna uppboði og hvaðeina
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) December 11, 2018