Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna Heimsljós kynnir 11. desember 2018 15:30 Börn flóttafólks frá Suður-Súdan í Úganda við nám í tjaldi. gunnisal Börn flótta- og farandfólks gætu fyllt hálfa milljón skólastofa, segir í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þar segir að álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk sé gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Um 89% þessara nemenda búa með foreldrum sínum í fátækum ríkjum sem áður áttu fullt í fangi með að ráða við nemendafjöldann. Í árlegri skýrslu sinni – 2019 Global Education Montoring Report – er dregin upp dökk mynd af menntamálum flóttabarna og dregið í efa að menntakerfin í viðtökuríkjunum geti tryggt börnunum gæðamenntun. Jafnframt er minnt á skyldur alþjóðasamfélagsins að styðja við bakið á menntun barna á flótta. Í skýrslunni sem nefnist „Migration, Displacement and Education – Building Bridges, Non Walls“ er farið lofsorði um viðleitni margra þjóða til að tryggja rétt flóttabarna til menntunar en jafnframt bent á alvarlega misbresti. Fram kemur í skýrslunni að hrósa beri stjórnvöldum í Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon, þar sem þriðjungur flóttamanna í heiminum hefur fengið skjól, fyrir að aðgreina á engan hátt sýrlenska nemendur frá öðrum börnum. Hins vegar er varað við fjárskorti til menntamála og skorti á nægilega menntuðum kennurum sem þekkja til sérstakra þarfa flóttabarna. Í Tyrklandi þyrfti að fjölga kennurum um 80 þúsund, í Þýskalandi um 42 þúsund og 7 þúsund í Úganda. Í Úganda, þar sem stjórnvöldum eru oft hrósað fyrir flóttamannastefnu sína, hefur hver kennari í flóttamannasamfélögum 113 börn að jafnaði í bekk. Skýrslan sýnir að langtíma áætlanagerð í menntamálum er mikil áskorun, innanlands en sérstaklega þó í alþjóðlegu samhengi, þar sem brýn þörf sé á að brúa bilið milli mannúðar- og þróunaraðstoðar. „Til þess að mæta helstu grunnþörfum barna í kreppuaðstæðum þyrfti að tífalda framlög til menntunar flóttabarna,“ er niðurstaða skýrsluhöfunda.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Börn flótta- og farandfólks gætu fyllt hálfa milljón skólastofa, segir í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þar segir að álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk sé gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Um 89% þessara nemenda búa með foreldrum sínum í fátækum ríkjum sem áður áttu fullt í fangi með að ráða við nemendafjöldann. Í árlegri skýrslu sinni – 2019 Global Education Montoring Report – er dregin upp dökk mynd af menntamálum flóttabarna og dregið í efa að menntakerfin í viðtökuríkjunum geti tryggt börnunum gæðamenntun. Jafnframt er minnt á skyldur alþjóðasamfélagsins að styðja við bakið á menntun barna á flótta. Í skýrslunni sem nefnist „Migration, Displacement and Education – Building Bridges, Non Walls“ er farið lofsorði um viðleitni margra þjóða til að tryggja rétt flóttabarna til menntunar en jafnframt bent á alvarlega misbresti. Fram kemur í skýrslunni að hrósa beri stjórnvöldum í Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon, þar sem þriðjungur flóttamanna í heiminum hefur fengið skjól, fyrir að aðgreina á engan hátt sýrlenska nemendur frá öðrum börnum. Hins vegar er varað við fjárskorti til menntamála og skorti á nægilega menntuðum kennurum sem þekkja til sérstakra þarfa flóttabarna. Í Tyrklandi þyrfti að fjölga kennurum um 80 þúsund, í Þýskalandi um 42 þúsund og 7 þúsund í Úganda. Í Úganda, þar sem stjórnvöldum eru oft hrósað fyrir flóttamannastefnu sína, hefur hver kennari í flóttamannasamfélögum 113 börn að jafnaði í bekk. Skýrslan sýnir að langtíma áætlanagerð í menntamálum er mikil áskorun, innanlands en sérstaklega þó í alþjóðlegu samhengi, þar sem brýn þörf sé á að brúa bilið milli mannúðar- og þróunaraðstoðar. „Til þess að mæta helstu grunnþörfum barna í kreppuaðstæðum þyrfti að tífalda framlög til menntunar flóttabarna,“ er niðurstaða skýrsluhöfunda.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent