Bára gæti fengið háa sekt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. desember 2018 12:34 Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Vísir/Bára Halldórsdóttir Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. Forstjóri Persónuverndar segir að ef mál falla undir persónuverndarlög geta sektir hlaupið á háum upphæðum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem teknir voru upp á Klausturbarnum 20. nóvember réðu sér lögmann sem sendi Persónuvernd erindi um upptökuna þar sem krafist var að stofnunin rannsakaði hver hefði tekið þá upp. Rúmum sólarhring síðar steig Bára Halldórsdóttir fram í fjölmiðlum og sagðist hafa tekið samtal þingmannanna sex upp. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að í framhaldinu hafi verið sent erindi til stofnunarinnar þar sem óskað var svara um hvort enn væri farið fram á umfjöllun Persónuverndar um málið og hvort farið sé fram á að hún beiti valdheimildum sínum og þá hverjum.Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem sátu á Klaustur ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.VísirReimar Pétursson, lögmaður þingmannanna, svaraði nefndinni í gær. „Þessu var svarað strax samdægurs af lögmanni fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins. Þar var ítrekuð krafa að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að þeirri upptöku sem hér um ræðir. Þess er krafist að atvik máls verði rannsökuð til hlítar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og stofnunin beiti heimildum til stjórnvaldssekta gagnvart hinum brotlega. Helga segir stjórn stofnunarinnar taki málið nú fyrir og kanni hvort málið falli undir persónuverndarlög. Stjórnarfundur sé í næstu viku en hún telji að ekki takist þó að afgreiða þetta tiltekna mál á þeim fundi. Fleiri mál séu á borði nefndarinnar sem þurfi að ljúka. Málið sé þó unnið eins hratt og hægt sé. Hún segir að sektir í svona málum geti verið háar. „Ef mál falla undir persónuverndarlög þá geta sektirnar verið þónokkrar samkvæmt nýsamþykktum persónuverndarlögum. Þær geta hlaupið á háum upphæðum.“Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar.Vísir/ArnarBára hefur sjálf sagst hafa talið mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki. Þetta kom fram í Víglínunni um helgina. Þar sagðist hún ekki vera hrædd við að þingmennirnir færu í mál við hana á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir ætli sér að taka af henni; hundinn eða orðsporið því hún sé öryrki sem hafi lítið á milli handanna. „Það var nauðsynlegt að koma þessu á framfæri og ef ég á að fara á sakaskrá fyrir eitthvað þá held ég ekki að þetta sé það versta sem ég gæti gert.“ Þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem hún verði vitni að særandi tali í garð öryrkja og kvenna af hálfu þingmanna. Viðkvæðið sé oft þannig að konur séu of háværar og að troða sér inn á annarra manna svið og að öryrkjar séu einskis virði. Þá þyki henni það afar særandi þegar stjórnmálamenn etji hennar samfélagshópi, öryrkjum, á móti útlendingum „og öðrum sem hafa það alveg jafn slæmt og maður sjálfur.“Klippa: Víglínan Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. Forstjóri Persónuverndar segir að ef mál falla undir persónuverndarlög geta sektir hlaupið á háum upphæðum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem teknir voru upp á Klausturbarnum 20. nóvember réðu sér lögmann sem sendi Persónuvernd erindi um upptökuna þar sem krafist var að stofnunin rannsakaði hver hefði tekið þá upp. Rúmum sólarhring síðar steig Bára Halldórsdóttir fram í fjölmiðlum og sagðist hafa tekið samtal þingmannanna sex upp. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að í framhaldinu hafi verið sent erindi til stofnunarinnar þar sem óskað var svara um hvort enn væri farið fram á umfjöllun Persónuverndar um málið og hvort farið sé fram á að hún beiti valdheimildum sínum og þá hverjum.Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem sátu á Klaustur ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.VísirReimar Pétursson, lögmaður þingmannanna, svaraði nefndinni í gær. „Þessu var svarað strax samdægurs af lögmanni fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins. Þar var ítrekuð krafa að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að þeirri upptöku sem hér um ræðir. Þess er krafist að atvik máls verði rannsökuð til hlítar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og stofnunin beiti heimildum til stjórnvaldssekta gagnvart hinum brotlega. Helga segir stjórn stofnunarinnar taki málið nú fyrir og kanni hvort málið falli undir persónuverndarlög. Stjórnarfundur sé í næstu viku en hún telji að ekki takist þó að afgreiða þetta tiltekna mál á þeim fundi. Fleiri mál séu á borði nefndarinnar sem þurfi að ljúka. Málið sé þó unnið eins hratt og hægt sé. Hún segir að sektir í svona málum geti verið háar. „Ef mál falla undir persónuverndarlög þá geta sektirnar verið þónokkrar samkvæmt nýsamþykktum persónuverndarlögum. Þær geta hlaupið á háum upphæðum.“Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar.Vísir/ArnarBára hefur sjálf sagst hafa talið mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki. Þetta kom fram í Víglínunni um helgina. Þar sagðist hún ekki vera hrædd við að þingmennirnir færu í mál við hana á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Hún veltir því fyrir sér hvort þeir ætli sér að taka af henni; hundinn eða orðsporið því hún sé öryrki sem hafi lítið á milli handanna. „Það var nauðsynlegt að koma þessu á framfæri og ef ég á að fara á sakaskrá fyrir eitthvað þá held ég ekki að þetta sé það versta sem ég gæti gert.“ Þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem hún verði vitni að særandi tali í garð öryrkja og kvenna af hálfu þingmanna. Viðkvæðið sé oft þannig að konur séu of háværar og að troða sér inn á annarra manna svið og að öryrkjar séu einskis virði. Þá þyki henni það afar særandi þegar stjórnmálamenn etji hennar samfélagshópi, öryrkjum, á móti útlendingum „og öðrum sem hafa það alveg jafn slæmt og maður sjálfur.“Klippa: Víglínan
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu. 10. desember 2018 21:43
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00