Danir grófu upp elstu myndbönd sín af Íslendingum í tilefni af fullveldisafmælinu Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 14:30 Á myndböndunum má meðal annars sjá frá heimsóknum alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 og heimsóknum Danakonunga til Íslands 1907 og 1921. Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen. Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Kvikmyndastofnun Danmerkur (Det Danske Filminstitut) hefur tekið saman og birt á heimasíðu sinni nokkur einstök myndskeið tengd Íslandi úr safni. Tilefnið er hundrað ára fullveldisafmæli Íslands sem haldið var upp á þann 1. desember síðastliðinn. Á myndskeiðunum má meðal annars sjá myndir frá heimsóknir alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906, heimsókn Danakonungs til Íslands 1907 og 1921, af bílalest Danakonungs þar sem hún brunar upp gömlu Kambana árið 1921 og ýmislegt fleira. Henrik Østergaard, skjalavörður hjá stofnuninni, segir að myndbandið sem tekið sé í tilefni af heimsókn Friðriks áttunda til Íslands árið 1907 sé elsta myndbandið sem sé í vörslu stofnunarinnar og tekið var upp á Íslandi. Hann segir að myndin frá heimsókn íslensku þingmannanna til Kaupmannahafnar árið 1906 sé elsta varðveitta myndbandið þar sem sjá má Íslendinga. Myndin hafi verið sýnd á Íslandi þann 2. nóvember 1906 í Reykjavík Biograftheater (síðar Gamla bíó). Það var Daninn Alfred Lind sem stofnun kvikmyndahússins.Sjá má myndskeiðin að neðan. Athugið að þegar mikið álag er á dönsku síðunni eiga þau það til að hökta.Heimsókn alþingismanna til Kaupmannahafnar 1906 Íslenskir alþingismenn heimsóttu Danmörku árið 1906 og má á myndskeiðinu meðal annars sjá komu og brottför skipsins Botnia og heimsókn þingmannanna til Fredensborgarhallar.Friðrik áttundi Danakonungur heimsækir Ísland 1907 Friðrik áttundi Danakonungur kom til Íslands ásamt fylgdarliði sínu, meðal annars hinum 36 ára Kristjáni krónprins (síðar Kristján tíundi), þann 30. júlí 1907. Á myndskeiðinu má sjá heimsókn konungs til Akureyrar og í Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 17. ágúst. Á Akureyrar var haldinn hátíðarkvöldverður í Samkomuhúsinu en í Hrafnagili hélt þjóðskáldið Matthías Jochumsson ræðu og konungur fór upp á íslenskan hest.Bílalest konungs fer upp Kambana 1921 Bílalest Kristjáns tíunda Danakonungs brunar upp gömlu Kambana í heimsókninni til Íslands árið 1921.Kristján tíundi við Gullfoss 1921 Kristján tíundi Danakonungur og drottningin Alexandrine heimsóttu Gullfoss í heimsókn sinni til landsins 1921. Á myndbandinu má sjá fossinn, myndir af laxveiði og hestum.Konungshjónin koma til Reykjavíkur Á myndskeiðinu að neðan má sjá þegar konungshjónin Kristján tíundi og Alexandrine komu til Reykjavíkur árið 1921 þar sem tekið er á móti þeim í höfninni. Hópur stúlkna, sem klæddar eru hvítum kjólum og með blómvönd, taka á móti hjónunum. Sjá má konungshjónin standa á svölum Alþingishússins og heilsa Íslendingum sem höfðu safnast saman á Austurvelli. Unnið er að því að þurrka saltfisk, en einnig má sjá myndir af Landsbókasafninu (Safnahúsinu) og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.Heimsókn konungs til Þingvalla Kristján tíundi og Alexandrine drottning fóru í ferð til Þingvalla í heimsókn sinni til Íslands 1921. Skoðuðu þau þar Öxarárfoss, auk þess að fylgst var með glímuköppum. Konungur yfirgaf Þingvelli á hestbaki.Akureyri árið 1938 Gamma, skip danskra vísindamanna á leið til norðausturhluta Grænlands, liggur við höfn á Akureyri árið 1938. Sömuleiðis má sjá myndir frá miðbæ Akureyri.Fjórði Íslandsleiðangurinn 1936 Myndskeið af leiðangri danskra vísindamanna til Íslands árið 1936. Haldið er frá Reykjavíkur og að Grímsvötnum. Fleiri Íslandsmyndbönd má sjá á heimasíðu Filmcentralen.
Eyjafjarðarsveit Menning Þjóðgarðar Tengdar fréttir Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Margrét Þórhildur Danadrottning kom færandi hendi þegar hún heimsótti landið um helgina. 3. desember 2018 10:46