Dásemdarhlýja, lotning og óttablandin virðing fyrir gamla meistaranum Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 10:08 Sjaldan eða aldrei hefur nokkur maður verið eins innilega velkominn í nokkurn þingflokk og Ellert, dásemdarhlýja fylgir þessum gamla meistara. Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00
„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39