Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 10:04 Nýjasta útspil Samsung var kynnt til sögunnar í Kína í gær. Samsung Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta. Samsung Tækni Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta.
Samsung Tækni Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira