Telja langreyðarveiðar Hvals ekki standast dýravelferðarlög Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Skutull stendur hér í baki dýrs sem dregið var að landi í Hvalfirði í sumar. Mynd/aðsend Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36
Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00
Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00