Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Valur 96-105 │Mikilvægur sigur Vals í Borgarnesi Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu og Borgarnesi skrifa 10. desember 2018 21:00 Valsarar gerðu sér góða ferð í Borgarnesið er þeir unnu Skallagrímsmenn nokkuð sannfærandi 96-105 í 9. umferð Domino’s deildar í kvöld. Viðureignin var gríðarlega mikilvæg báðum liðum sem voru jöfn stiga fyrir umferðina og ljóst að hart yrði barist fyrir stigunum tveimur. Leikurinn fór ágætlega af stað í Fjósinu í kvöld og einkenndust upphafs mínútur af mikilli hörku og þéttri vörn. Lið skiptu á milli sín að skora og var töluvert jafnræði á parketinu í sókn sem og vörn enda munaði einungis einu stigi eftir tíu mínútna leik. Annar leikhluti var ósköp svipaður þeim fyrri. Það leið þó ekki á löngu þangað til Valsarar þéttu varnir sínar ennfremur, ýttu heimamönnum úr sínum sóknaraðgerðum og tóku forystuna. Þeir náðu mest í 11 stiga mun en Skallarnir héldu haus þrátt fyrir að það. Heimamenn söxuðu á forskotið hægt og rólega og komust niður í tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan 48-50 fyrir Val þegar lið gengu til klefa. Í síðari hálfleik fóru Valsarar hægt og rólega að taka völdin á vellinum og stýrðu leikhraðanum nokkuð vel og virtust heimamenn alltaf elta. Liðin skiptust þó á að skora sín á milli og hart var barist undir körfunni. Kendall Lemont var búinn að vera góður í leiknum en hann reyndist Sköllunum einstaklega erfiður á loka kaflanum, virtist allavega geta skorað þegar honum sýndist. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að stoppa hann en lítið virkaði. Feikigóð skotnýting gestanna skóp sigurinn og er það helst Kendall að þakka að stigin tvö rötuðu til Valsara í kvöld. Lokatölur 96-105.Af hverju vann Valur? Kendall Lemont á stóran hluta að sigri gestanna í kvöld en skotnýting gestanna var grífurlega góð. Valsarar spiluðu einnig þétta á ákafa vörn og náðu að ýta Skallagrímsmönnum oft úr sinni sókn. Skallagrímsmenn voru þó alls ekki með slæma skotnýtingu í kvöld. Þeir áttu bara í stökustu vandræðum með Kendall og sóknarleik andstæðingana enda er það aldrei gott að fá á sig 105 stig og það á heimavelli.Hverjir stóðu uppúr? Eins og fyrr segir þá var Kendall virkilega góður í kvöld. Hann er ótrúlega snöggur leikmaður og með miðið rétt stillt. Hann kláraði leikinn með 48 stig og var með frábæra skotnýtingu, hitti úr öllum átta vítum sínum, setti sex af níu þriggja stiga skotum sínum niður og var með 68% nýtingu inní teig. Hjá Sköllunum var Bjarni Guðmann mest áberandi. Hann sýndi svakalega baráttu, kastaði sér á lausa bolta, var óhræddur að keyra á körfuna og fiskaði 10 villur. Hann kláraði leik með 17 stig, 7 fráköst og fjórar stoðsendingar. Stigahæstur Skallagrímsmanna var þó Aundre Jackson með 28 stig og tók hann að auki 10 fráköst.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá heimamönnum að ná stjórn á leiknum en alltaf virtustu þeir skrefi á eftir gestunum. Það vantar virkilega lítið upp á að Skallarnir fari að vinna sína leika, en nú fer að líða að seinni helming mótsins og spurning hvenær hjólið fer að snúast hjá Borgnesingum.Hvað gerist næst? Lið fá ekki langan tíma til að jafna sig eftir átök kvöldsins. Næsta umferð hefst strax á fimmtudaginn. Þá munu Skallagrímsmenn taka rúntinn norður etja kappi við topplið Tindastóls á Króknum. Valsarar fá aftur á móti einn auka dag til að hvíla sig og heimsækja Keflvíkinga á Suðurnesið degi síðar og hefst sá leikur klukkan 20:15.Finnur Jóns: Hundfúll að tapa Þjálfari Skallagríms, Finnur Jónsson var langt í frá að vera ánægður með úrslit kvöldins að leik loknum. „Ég er hundfúll að tapa hérna á heimavelli og fá 105 stig á okkur hérna heima, það á ekki að sjást,” sagði Finnur. „Ástæðan getur verið slæm vörn hjá okkur en þeir voru að hitta rosalega vel líka. Kendall var líka að spila svakalega vel í kvöld.” Enn eru Skallagrímsmenn með fjögur stig og hafa nú tapað síðustu fimm leikjum sínum og færast nær og nær botninum á deildinni. Var því þessi leikur gegn Val á heimavelli gífurlega mikilvægur og var gott skotfæri á tvö stig. „Þetta þýðir bara að þeir eru með sex stig og við fjögur. Það er í rauninni eina sem breytist en við erum alltaf að skrapast nær botninum sem við ætluðum ekki að vera. Nú reynir á að sjá úr hverju við erum gerðir og við þurfum að mæta klárir á fimmtudaginn á Krókinn.” En er Skallagrímsliðið nóg og gott til að vera meðal þeirra bestu í efstu deild? „Já, klárlega. Við eigum að vera það og ég tel okkur vera það og við ætlum okkur að vera þar,” svarar Skallagrímsþjálfarinn ákveðinn að lokum.Ágúst: Virkilega ánægður Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var glaður að leik loknum og ánægður með stigin tvö. „Það er gríðarlega mikilvægt að vinna hérna í kvöld en erfitt að setja fingur á það hversu mikilvægur sigurinn er. Liðin voru jöfn og það er erfitt að koma hingað í Borgarnes og spila. Virkilega ánægður að ná í sigur hérna,” sagði Ágúst ánægður. Hvað er það sem skóp sigur Valsara í kvöld? „Þeir réðu ekkert við Kendall. Vörnin okkar hefur verið algjört vandamál en hún var heilt yfir betri en hún hefur verið. Við höfum verið að skora yfir 100 stig í síðustu leikjum og erum að halda liði í fyrsta skipti í næstum mánuð undir 100 stigum,” sagði þjálfarinn að endingu. Dominos-deild karla
Valsarar gerðu sér góða ferð í Borgarnesið er þeir unnu Skallagrímsmenn nokkuð sannfærandi 96-105 í 9. umferð Domino’s deildar í kvöld. Viðureignin var gríðarlega mikilvæg báðum liðum sem voru jöfn stiga fyrir umferðina og ljóst að hart yrði barist fyrir stigunum tveimur. Leikurinn fór ágætlega af stað í Fjósinu í kvöld og einkenndust upphafs mínútur af mikilli hörku og þéttri vörn. Lið skiptu á milli sín að skora og var töluvert jafnræði á parketinu í sókn sem og vörn enda munaði einungis einu stigi eftir tíu mínútna leik. Annar leikhluti var ósköp svipaður þeim fyrri. Það leið þó ekki á löngu þangað til Valsarar þéttu varnir sínar ennfremur, ýttu heimamönnum úr sínum sóknaraðgerðum og tóku forystuna. Þeir náðu mest í 11 stiga mun en Skallarnir héldu haus þrátt fyrir að það. Heimamenn söxuðu á forskotið hægt og rólega og komust niður í tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan 48-50 fyrir Val þegar lið gengu til klefa. Í síðari hálfleik fóru Valsarar hægt og rólega að taka völdin á vellinum og stýrðu leikhraðanum nokkuð vel og virtust heimamenn alltaf elta. Liðin skiptust þó á að skora sín á milli og hart var barist undir körfunni. Kendall Lemont var búinn að vera góður í leiknum en hann reyndist Sköllunum einstaklega erfiður á loka kaflanum, virtist allavega geta skorað þegar honum sýndist. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að stoppa hann en lítið virkaði. Feikigóð skotnýting gestanna skóp sigurinn og er það helst Kendall að þakka að stigin tvö rötuðu til Valsara í kvöld. Lokatölur 96-105.Af hverju vann Valur? Kendall Lemont á stóran hluta að sigri gestanna í kvöld en skotnýting gestanna var grífurlega góð. Valsarar spiluðu einnig þétta á ákafa vörn og náðu að ýta Skallagrímsmönnum oft úr sinni sókn. Skallagrímsmenn voru þó alls ekki með slæma skotnýtingu í kvöld. Þeir áttu bara í stökustu vandræðum með Kendall og sóknarleik andstæðingana enda er það aldrei gott að fá á sig 105 stig og það á heimavelli.Hverjir stóðu uppúr? Eins og fyrr segir þá var Kendall virkilega góður í kvöld. Hann er ótrúlega snöggur leikmaður og með miðið rétt stillt. Hann kláraði leikinn með 48 stig og var með frábæra skotnýtingu, hitti úr öllum átta vítum sínum, setti sex af níu þriggja stiga skotum sínum niður og var með 68% nýtingu inní teig. Hjá Sköllunum var Bjarni Guðmann mest áberandi. Hann sýndi svakalega baráttu, kastaði sér á lausa bolta, var óhræddur að keyra á körfuna og fiskaði 10 villur. Hann kláraði leik með 17 stig, 7 fráköst og fjórar stoðsendingar. Stigahæstur Skallagrímsmanna var þó Aundre Jackson með 28 stig og tók hann að auki 10 fráköst.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá heimamönnum að ná stjórn á leiknum en alltaf virtustu þeir skrefi á eftir gestunum. Það vantar virkilega lítið upp á að Skallarnir fari að vinna sína leika, en nú fer að líða að seinni helming mótsins og spurning hvenær hjólið fer að snúast hjá Borgnesingum.Hvað gerist næst? Lið fá ekki langan tíma til að jafna sig eftir átök kvöldsins. Næsta umferð hefst strax á fimmtudaginn. Þá munu Skallagrímsmenn taka rúntinn norður etja kappi við topplið Tindastóls á Króknum. Valsarar fá aftur á móti einn auka dag til að hvíla sig og heimsækja Keflvíkinga á Suðurnesið degi síðar og hefst sá leikur klukkan 20:15.Finnur Jóns: Hundfúll að tapa Þjálfari Skallagríms, Finnur Jónsson var langt í frá að vera ánægður með úrslit kvöldins að leik loknum. „Ég er hundfúll að tapa hérna á heimavelli og fá 105 stig á okkur hérna heima, það á ekki að sjást,” sagði Finnur. „Ástæðan getur verið slæm vörn hjá okkur en þeir voru að hitta rosalega vel líka. Kendall var líka að spila svakalega vel í kvöld.” Enn eru Skallagrímsmenn með fjögur stig og hafa nú tapað síðustu fimm leikjum sínum og færast nær og nær botninum á deildinni. Var því þessi leikur gegn Val á heimavelli gífurlega mikilvægur og var gott skotfæri á tvö stig. „Þetta þýðir bara að þeir eru með sex stig og við fjögur. Það er í rauninni eina sem breytist en við erum alltaf að skrapast nær botninum sem við ætluðum ekki að vera. Nú reynir á að sjá úr hverju við erum gerðir og við þurfum að mæta klárir á fimmtudaginn á Krókinn.” En er Skallagrímsliðið nóg og gott til að vera meðal þeirra bestu í efstu deild? „Já, klárlega. Við eigum að vera það og ég tel okkur vera það og við ætlum okkur að vera þar,” svarar Skallagrímsþjálfarinn ákveðinn að lokum.Ágúst: Virkilega ánægður Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var glaður að leik loknum og ánægður með stigin tvö. „Það er gríðarlega mikilvægt að vinna hérna í kvöld en erfitt að setja fingur á það hversu mikilvægur sigurinn er. Liðin voru jöfn og það er erfitt að koma hingað í Borgarnes og spila. Virkilega ánægður að ná í sigur hérna,” sagði Ágúst ánægður. Hvað er það sem skóp sigur Valsara í kvöld? „Þeir réðu ekkert við Kendall. Vörnin okkar hefur verið algjört vandamál en hún var heilt yfir betri en hún hefur verið. Við höfum verið að skora yfir 100 stig í síðustu leikjum og erum að halda liði í fyrsta skipti í næstum mánuð undir 100 stigum,” sagði þjálfarinn að endingu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti