Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir að Trump notaði morð dóttur þeirra í pólitískum tilgangi Sylvía Hall skrifar 29. desember 2018 18:00 Mollie Tibbetts fannst látin á kornakri. Mál hennar vakti athygli eftir að lögregla notaðist við gögn úr FitBit-úri hennar í von um að finna hana. Vísir/AP Dánarorsök Mollie Tibbetts, stúlkunnar sem hvarf eftir útihlaup nálægt heimabæ sínum í Iowa þann 18. júlí, voru stungusár í bringu og höfuð. Þetta kom fram í viðtali við móður stúlkunnar í Washington Post. „Dauði Mollie var hræðilegur,“ sagði móðirin í viðtalinu þar sem hún sagði frá því að mörg stungusár höfðu verið á líki dóttur sinnar. Tibbetts var tvítug þegar hún var myrt í sumar af hinum 24 ára gamla Christian Bahena Rivera. Rivera, mexíkóskur innflytjandi sem hafði dvalið ólöglega í Bandaríkjunum, var sá sem leiddi lögreglu að lokum að líkinu. Í kjölfarið birti Donald Trump Bandaríkjaforseti myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notaði morðið til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum.Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir morðið Í kjölfar morðsins á Tibbetts braust út mikil reiði í heimabæ hennar og sáu margir innflytjendur sig knúna til þess að flýja bæinn. Á meðal þeirra var fjölskylda hins sautján ára gamla Ulises Felix. Foreldrar hans höfðu um árabil starfað á sama stað og Rivera en eftir morðið flúðu þau og skildu son sinn eftir sem vildi klára skóla í bænum sem hann hafði búið í alla tíð. Það var sonur Calderwood og yngri bróðir Tibbetts sem kom með tillöguna vitandi að það væri auka herbergi í húsinu. Calderwood segist hafa hugsað til þess hvað dóttir hennar hefði gert í sömu aðstæðum og bauð því Ulises að búa með fjölskyldunni.Mollie Tibbets var tvítug þegar hún var myrt.Lögreglan í IowaÞoldi ekki að heyra Trump nota nafn dóttur sinnar í pólitískum tilgangi Laura Calderwood, móðir Tibbetts, minnist þess í viðtalinu að hafa fengið símtal frá ríkisstjóra Iowa, repúblikananum Kim Reynolds, sama dag og lík dóttur hennar fannst. Þær grétu saman í símtalinu og þótti Calderwood vænt um þann samhug sem ríkisstjórinn sýndi henni. Hún varð því fyrir vonbrigðum þegar kvað við annan tón í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum seinna sama dag. Í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum voru stór orð látin falla um innflytjendur og talað um „brotið innflytjandakerfi“. Næsta yfirlýsing var enn harðorðari en sú kom frá forsetanum sjálfum. Móðir Tibbetts segir forsetann aldrei hafa haft samband við sig en ekki látið það aftra sér í því að nýta morð dóttur hennar í pólitískum tilgangi.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 August 2018 „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar,“ sagði forsetinn í myndbandinu. Að sögn fjölskyldunnar var Tibbetts ötull talsmaður þess að taka á móti innflytjendum og flóttamönnum. Hún hafði barist fyrir bættum lífskjörum þeirra sem kæmu til landsins í leit að betra lífi og því þótti foreldrum hennar minning hennar vera vanvirt með þessu útspili stjórnmálamanna. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Dánarorsök Mollie Tibbetts, stúlkunnar sem hvarf eftir útihlaup nálægt heimabæ sínum í Iowa þann 18. júlí, voru stungusár í bringu og höfuð. Þetta kom fram í viðtali við móður stúlkunnar í Washington Post. „Dauði Mollie var hræðilegur,“ sagði móðirin í viðtalinu þar sem hún sagði frá því að mörg stungusár höfðu verið á líki dóttur sinnar. Tibbetts var tvítug þegar hún var myrt í sumar af hinum 24 ára gamla Christian Bahena Rivera. Rivera, mexíkóskur innflytjandi sem hafði dvalið ólöglega í Bandaríkjunum, var sá sem leiddi lögreglu að lokum að líkinu. Í kjölfarið birti Donald Trump Bandaríkjaforseti myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notaði morðið til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum.Buðu innflytjanda að búa hjá sér eftir morðið Í kjölfar morðsins á Tibbetts braust út mikil reiði í heimabæ hennar og sáu margir innflytjendur sig knúna til þess að flýja bæinn. Á meðal þeirra var fjölskylda hins sautján ára gamla Ulises Felix. Foreldrar hans höfðu um árabil starfað á sama stað og Rivera en eftir morðið flúðu þau og skildu son sinn eftir sem vildi klára skóla í bænum sem hann hafði búið í alla tíð. Það var sonur Calderwood og yngri bróðir Tibbetts sem kom með tillöguna vitandi að það væri auka herbergi í húsinu. Calderwood segist hafa hugsað til þess hvað dóttir hennar hefði gert í sömu aðstæðum og bauð því Ulises að búa með fjölskyldunni.Mollie Tibbets var tvítug þegar hún var myrt.Lögreglan í IowaÞoldi ekki að heyra Trump nota nafn dóttur sinnar í pólitískum tilgangi Laura Calderwood, móðir Tibbetts, minnist þess í viðtalinu að hafa fengið símtal frá ríkisstjóra Iowa, repúblikananum Kim Reynolds, sama dag og lík dóttur hennar fannst. Þær grétu saman í símtalinu og þótti Calderwood vænt um þann samhug sem ríkisstjórinn sýndi henni. Hún varð því fyrir vonbrigðum þegar kvað við annan tón í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum seinna sama dag. Í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum voru stór orð látin falla um innflytjendur og talað um „brotið innflytjandakerfi“. Næsta yfirlýsing var enn harðorðari en sú kom frá forsetanum sjálfum. Móðir Tibbetts segir forsetann aldrei hafa haft samband við sig en ekki látið það aftra sér í því að nýta morð dóttur hennar í pólitískum tilgangi.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 22 August 2018 „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar,“ sagði forsetinn í myndbandinu. Að sögn fjölskyldunnar var Tibbetts ötull talsmaður þess að taka á móti innflytjendum og flóttamönnum. Hún hafði barist fyrir bættum lífskjörum þeirra sem kæmu til landsins í leit að betra lífi og því þótti foreldrum hennar minning hennar vera vanvirt með þessu útspili stjórnmálamanna.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04 Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Ættingjar gagnrýna íhaldsmenn fyrir að nota morð ungrar konu í pólitískum tilgangi „Ja hérna, ættingjar mínir misstu fjölskyldumeðlim og þetta eru fyrstu viðbrögðin.“ 23. ágúst 2018 12:04
Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. 23. ágúst 2018 07:41