Tvær konur fórust í slysinu við Núpsvötn Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 20:24 Eiginkonur tveggja bræðra og ungt barn annarrar þeirrar létust í slysinu við brúna yfir Núpsvötn í dag. Vinir fjölskyldanna frá Bretlandi eru sagðir á leiðinni til landsins í kvöld en ættingjar þeirra á Indlandi hafa verið látnir vita. Fjölskyldur tveggja bræðra sem voru á ferðalagi um Ísland voru um borð í jeppa sem fór fram af brúnni og steyptist niður um átta metra í morgun. Fólkið er af indverskum ættum en búsett í Bretlandi þar sem það er með ríkisborgararétt. Auk kvennanna tveggja og barnsins slösuðust bræðurnir tveir og tvö börn á aldrinum sjö og níu ára alvarlega í slysinu. Indverska sendiráðið staðfestir við Vísi að eiginkonur þeirra hafi farist. Mbl.is sagði fyrst frá. Loka þurfti þjóðvegi 1 um tíma vegna slyssins í dag. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu úr bifreiðinni sem var jeppi af gerðinni Toyota Land Cruiser. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að brúin sé ein hættulegasta einbreiða brú landsins. Fjórtán slys hafa orðið þar frá því fyrir aldamót, þar af tvö alvarleg. Umferð um brúna hafi þrefaldast á síðustu fjórum til fimm árum. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16 Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Eiginkonur tveggja bræðra og ungt barn annarrar þeirrar létust í slysinu við brúna yfir Núpsvötn í dag. Vinir fjölskyldanna frá Bretlandi eru sagðir á leiðinni til landsins í kvöld en ættingjar þeirra á Indlandi hafa verið látnir vita. Fjölskyldur tveggja bræðra sem voru á ferðalagi um Ísland voru um borð í jeppa sem fór fram af brúnni og steyptist niður um átta metra í morgun. Fólkið er af indverskum ættum en búsett í Bretlandi þar sem það er með ríkisborgararétt. Auk kvennanna tveggja og barnsins slösuðust bræðurnir tveir og tvö börn á aldrinum sjö og níu ára alvarlega í slysinu. Indverska sendiráðið staðfestir við Vísi að eiginkonur þeirra hafi farist. Mbl.is sagði fyrst frá. Loka þurfti þjóðvegi 1 um tíma vegna slyssins í dag. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu úr bifreiðinni sem var jeppi af gerðinni Toyota Land Cruiser. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að brúin sé ein hættulegasta einbreiða brú landsins. Fjórtán slys hafa orðið þar frá því fyrir aldamót, þar af tvö alvarleg. Umferð um brúna hafi þrefaldast á síðustu fjórum til fimm árum.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16 Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Tvær fjölskyldur af indverskum ættum í bílnum Fjölskyldur tveggja bræðra voru í bílnum sem fór fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun. Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 18:16
Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18
Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42