Einn fundinn en tveggja leitað sem rændu mann í hjólastól í Hátúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2018 15:58 Lögregla hefur haft hendur í hári eins þeirra þriggja sem brutust inn. vísir/vilhelm Einn hefur verið handtekinn en tveggja er enn leitað vegna ráns í íbúð fatlaðs manns í Hátúni í Reykjavík í morgun. Bankað var á glugga hjá íbúa sem opnaði í framhaldinu svalahurð. Þrjú fóru inn í íbúðina og veltu hjólastól mannsins. Var fartölvu mannsins meðal annars stolið ásamt farsíma. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið handtekinn eftir hádegið. Fyrir liggi hverjir eigi í hlut, tveir karlar og ein kona. Atburðarásin liggur nokkuð ljós fyrir en lögregla hefur undir höndum myndefni úr öryggisupptökuvélum. Lögreglan hvetur þá tvo sem enn fara huldu höfði til að gefa sig fram. Íbúanum heilsast að sögn Guðmundar Páls ágætlega en er nokkuð eftir sig og í sjokki. Hann segir að líklegt megi telja að brotist hafi verið inn hjá honum sökum þess að hann notast við hjólastól. „Ætli það ekki? Hann er auðveldara fórnarlamb og á erfiðara með að verja sig,“ segir Guðmundur Páll. Töluverður innbrotafaraldur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Hefur lögregla varað við erlendum aðilum á landinu gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn og stela. Innbrot á borð við þetta í nótt þar sem ofbeldi er beitt eru sem betur fer sjaldgæf, að sögn Guðmundar Páls. Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar af gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Einn hefur verið handtekinn en tveggja er enn leitað vegna ráns í íbúð fatlaðs manns í Hátúni í Reykjavík í morgun. Bankað var á glugga hjá íbúa sem opnaði í framhaldinu svalahurð. Þrjú fóru inn í íbúðina og veltu hjólastól mannsins. Var fartölvu mannsins meðal annars stolið ásamt farsíma. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið handtekinn eftir hádegið. Fyrir liggi hverjir eigi í hlut, tveir karlar og ein kona. Atburðarásin liggur nokkuð ljós fyrir en lögregla hefur undir höndum myndefni úr öryggisupptökuvélum. Lögreglan hvetur þá tvo sem enn fara huldu höfði til að gefa sig fram. Íbúanum heilsast að sögn Guðmundar Páls ágætlega en er nokkuð eftir sig og í sjokki. Hann segir að líklegt megi telja að brotist hafi verið inn hjá honum sökum þess að hann notast við hjólastól. „Ætli það ekki? Hann er auðveldara fórnarlamb og á erfiðara með að verja sig,“ segir Guðmundur Páll. Töluverður innbrotafaraldur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Hefur lögregla varað við erlendum aðilum á landinu gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn og stela. Innbrot á borð við þetta í nótt þar sem ofbeldi er beitt eru sem betur fer sjaldgæf, að sögn Guðmundar Páls.
Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar af gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34