Aðkoman á slysstað skelfileg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 11:17 Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017. Google Maps/Joseph M Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. Þetta segir sjónarvottur sem Vísir náði tali af og var einn af þeim fyrstu á vettvang. Aðkoman hafi verið skelfileg á slysstað. Hann telur að um ferðamenn hafi verið að ræða á bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottinum fór bíllinn út af á miðri brúnni en lenti þó ekki úti í ánni þar sem brúin er löng og að stórum hluta yfir sand. Brúin er mjög há, eða um átta metrar, einbreið og með útskotum til þess að mæta bílum. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á vettvang. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni á Suðurlandi um klukkan ellefu í morgun var enn verið að vinna í því að bjarga fólki úr bílnum. Einhverjir farþegar eru alvarlega slasaðir en ekki liggur fyrir hversu margir. Önnur þyrla Gæslunnar kom við á Selfossi þar sem hún sótti slökkviliðsmenn sem höfðu klippur meðferðis til að ná fólki úr bílnum. Flutti þyrlan einnig lækna á vettvang. Allt tiltækt björgunarlið á Suðurlandi var kallað út vegna slyssins sem og björgunarsveitir frá Höfn alveg að Selfossi.Uppfært klukkan 11:24Neyðarlínu barst í morgun kl. 09:42 tilkynning um að bifreið hafi verið ekið út af brúnni yfir Núpsvötn, í gegn um vegriðið þar og niður á áraurana þar fyrir neðan. Björgunarlið er komið á vettvang frá nálægum þéttbýliskjörnum og fleiri eru að lenda á vettvangi. M.a. 2 þyrlur LHG. Upplýst er að 7 manns voru í bifreiðinni og af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs. Engin hjáleið er í boði framhjá vettvangi.Uppfært klukkan 12:20Samkvæmt nýjum upplýsingum frá lögreglu eru þrír látnir en ekki fjórir eins og kom fram í fyrri tilkynningu lögreglu. Fjórir eru alvarlega slasaðir.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19