Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. desember 2018 09:00 Michiko keisaraynja og Akihito keisari í afmælisveislunni. vísir/getty Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum. Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. Keisarinn, sem fagnaði 85 ára afmæli í gær, lét þessi ummæli falla í síðustu afmælisræðu sinni en Naruhito krónprins tekur við veldinu í apríl. Keisarinn vottaði þeim fjölmörgu Japönum sem hafa slasast eða misst ástvini í náttúruhamförum sem riðið hafa yfir á árinu sömuleiðis samúð og þakkaði öllum fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. Nærri hundrað þúsund vottuðu Japanskeisara virðingu sína í gær er hann flutti afmælisræðuna. Akihito hefur, að því er kom fram í umfjöllun BBC, varið tíma sínum í embætti að miklu leyti í að biðjast afsökunar á gjörðum Japana undir stjórn Hirohito föður hans í seinni heimsstyrjöldinni. Japanski herinn fór fram af mikilli hörku, einkum í Kína og á Kóreuskaga. Keisarinn sem slíkur hefur þó engin pólitísk völd og er staðan einungis táknræn. Þegar Akihito lætur af störfum í apríl verður hann fyrsti japanski keisarinn til þess að stíga til hliðar sjálfviljugur í nærri tvær heilar aldir. Keisarinn hefur þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð og meðferð vegna ristilkrabbameins. Valdatíð Akihito er kölluð Hesei-tímabilið í Japan. Segja má, þótt það sé nokkur einföldun, að Hesei þýði einfaldlega friður. Merkingin á bakvið heitið er sú að Akihito tók við að seinni heimsstyrjöld lokinni og hefur setið á keisarastólnum á friðartímum.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Kóngafólk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira