Falsanir kosta Strætó hátt í 200 milljónir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2018 09:30 Jóhannes segir að grípa þurfi til aðgerða. Hann vill sama fyrirkomulag og tíðkast erlendis þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér í vagna. Fréttablaðið/Stefán „Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
„Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira