Aldrei fleiri beðið þess að komast inn á Vog Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. desember 2018 06:15 Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. VÍSIR/VILHELM 622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
622 einstaklingar bíða þess nú að leggjast inn á Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Framkvæmdastjóri SÁÁ, Arnþór Jónsson, segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. „Við höfum séð það undanfarin ár að það dregur lítið eitt úr aðsókn í meðferð um hátíðarnar, en aðsóknin þyngist svo verulega strax eftir áramót.“ Arnþór sér þannig fram á að biðlistinn lengist enn frekar á nýju ári. Hann bætir þó við að þeir sem eru yngstir, þeir sem séu veikastir og þeir sem séu að koma í sína fyrstu meðferð bíði skemur en aðrir. „Konur bíða einnig skemur, enda hafa rannsóknir sýnt að þær sjálfar draga það á langinn að fara í meðferð.“ Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu er 35 ár. Arnþór segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta. Örvandi efni valdi oftar geðrofi en önnur vímuefni og meiri geðhvörfum. Neysla slíkra efna valdi meiri taugaskaða en önnur vímuefni. Þá fylgi örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð, til dæmis lifrarbólga og HIV. Arnþór segir tímabært að gripið verði inn í til þess að hjálpa þessum hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlega örvandi vímuefnafíkn, hafa eingöngu verið skorin niður.” Hann segir vandann vaxandi. „Hann er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hefur 2.851 karlmaður á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu með örvandi vímuefnafíkn. Af þeim var 121 látinn í lok ársins 2017.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira