Embætti biskups bótaskylt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2018 18:47 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag bótaskyldu Embættis biskups Íslands og íslensku þjóðkirkjunnar vegna máls Páls Ágústs Ólafssonar. Páll Ágúst höfðaði mál gegn embætti biskups og þjóðkirkjunni eftir að honum var tilkynnt að embætti hans sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið lagt niður. Embættið var lagt niður þann 31. maí á þessu ári og var Páli Ágústi tilkynnt um það degi fyrr með bréfi þann 30. Maí. Í bréfinu var ekki vikið að þeim ástæðum sem lágu því til grundvallar að leggja þyrfti starfið niður. Biskup hélt því fram að ákvörðun um niðurlagningu embættisins hafi meðal annars verið tekin í hagræðingarskyni og vegna skipulagsbreytinga á verkefnum héraðs- og sóknarpesta. Þá byggði embættið einnig á því að engin önnur úrræði hafi verið fyrir hendi en að leggja stöðuna niður en lagði ekki fram gögn því til stuðnings. „Þá liggur ekkert fyrir um að stefndi hafi látið fara fram mat á því hvort nauðsyn hafi borið til að leggja embætti stefnanda niður eða hvort mögulegt hefði verið að ná framangreindum markmiðum stefnda með vægari úrræðum. Sönnunarbyrði um að slík rannsókn hafi átt sér stað, áður en ákvörðunin var tekin, hvílir á stefnda. Hefur stefndi hvorki með gögnum né rökum sýnt fram á að uppfyllt hafi verið rannsóknarskylda stjórnsýslulaga, sem á honum hvíldi. Þegar af þeirri ástæðu er það niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki staðið rétt að niðurlagningu embættis stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms. Var því fallist á kröfu Páls Ágústs um viðurkenningu á bótaskyldu. Kröfu Páls Ágústs um að íslenska þjóðkirkjan greiði honum 199.788 krónur var vísað frá dómi og sömuleiðis kröfu hans um að ákvörðun biskups um að leggja niður embættið væri ógild. Embætti biskups Íslands skal einnig greiða Páli 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira