Forsætisráðherra bjartsýn á tillögur til lausnar húsnæðisvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00
Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27