Bretar eru nokkuð rólegir þrátt fyrir að staðan sé nú uggvænleg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Þessir Bretar virðast þó allt annað en rólegir yfir stöðunni. Nordicphotos/AFP Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi séu farin að undirbúa sig á fullu fyrir samningslausa útgöngu úr Evrópusambandinu er breskur almenningur nokkuð rólegur vegna málsins. Þetta segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur en hún er búsett í Bretlandi. Ekki er útlit fyrir að samningur ríkisstjórnar Theresu May við ESB um útgönguna verði samþykktur á breska þinginu. Atkvæðagreiðsla fer fram í janúar. Hún átti að fara fram fyrr í þessum mánuði en það var deginum ljósara að þingið hefði kolfellt plaggið. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær felur þessi undirbúningur meðal annars í sér að á fjórða þúsund hermanna hafa verið settir í viðbragðsstöðu. Þá hefur pláss verið tekið frá í ferjum fyrir nauðsynjaflutninga svo fátt eitt sé nefnt. „Þegar kveikt er á fréttum mætti ætla að Bretar töluðu ekki um annað en Brexit. Það eru hins vegar aðallega stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk sem er í einhvers konar móðursýkiskasti. Þótt málið virðist hálfpartinn siglt í strand og allt stefni í óefni er hinn almenni Breti furðu rólegur,“ segir Sif.Sif SigmarsdóttirEftir kosningar segir Sif að fólki hafi verið heitt í hamsi. Rifist var um niðurstöðuna úti á götu og fólk brast jafnvel í grát. Nú er hins vegar haldið í eiginleg einkunnarorð Breta: „Keep calm and carry on.“ Að mati Sifjar eru margar ástæður fyrir „þessu skeytingarleysi“. Mögulega hafa Bretar fengið sig fullsadda af þeirri miklu umfjöllun sem haldið er uppi í fjölmiðlum. „Einnig hefur dómsdagsspám rignt yfir almenning í tengslum við Brexit svo kannski má kalla ástandið „hörmunga-þreytu“. Loks held ég að fólk sé farið að tortryggja stjórnmálastéttina alveg ofsalega mikið vegna þess hvernig Brexit hefur verið meðhöndlað; stjórnmálamenn hafa ekki sparað stóru orðin og fólki finnst eins og verið sé að bera í það áróður, eins og verið sé að spila með það. Það veit enginn hverjum hann á að trúa. Hvað er satt? Hvað eru ýkjur? Enginn veit.“ Þá bendir Sif á að tvö ár eru liðin frá atkvæðagreiðslu en áhrifa Brexit sé ekki enn farið að gæta með áþreifanlegum hætti. „Þetta gæti þó breyst á næstunni, því nýlega láku út fréttir af fundi ríkisstjórnarinnar þar sem meðal annars var rætt um að hvetja fólk til að kaupa sér ekki frí í útlöndum eftir 29. mars ef engir samningar nást – ef samningar nást ekki vitum við ekki hversu auðvelt verður að fljúga frá Bretlandi til annarra landa.“ Að lokum segir hún að fólk virðist eiga erfitt með að gera upp hug sinn um samning May og ESB. „Hvort sem fólk var með eða á móti Brexit virðist það ekkert vita hvað því á að finnast um samninginn.“ May hefur ekki gefist upp á samningi sínum. Í gær biðlaði hún til stjórnvalda í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi um að hlusta á atvinnulífið og lýsa yfir stuðningi við samning sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira