Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. desember 2018 20:15 Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“ Fjölmiðlar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“
Fjölmiðlar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira