Fjölmiðlafulltrúi Cardi B hellti sér yfir konu á flugvelli: „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 18:04 Cardi B á góðri stundu. Theo Wargo/Getty Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018 Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018
Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30
Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47
Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30