Innlent

Vél WOW lent í Edinborg vegna neyðarástands

Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Samkvæmt Scottish Sun biðu viðbragðsaðilar á flugbrautinni þegar flugvélinni var lent.
Samkvæmt Scottish Sun biðu viðbragðsaðilar á flugbrautinni þegar flugvélinni var lent. Vísir/Vilhelm
Flugvél WOW Air var snúið við og lent í Edinborg í dag þar sem hún var á leið til Keflavíkur frá Frankfurt í Þýskalandi. Flugstjóri flugvélarinnar lýsti yfir neyðarástandi en Scottish Sun segir það hafa verið gert vegna veikinda um borð.

Þegar þetta var skrifað, 14:10, hafði flugvélinn verið flogið aftur á loft frá Edinborg. Fylgjast má með henni á vef FlightRadar24.



Flugvélinni var lent í Edinborg um klukkan eitt en fyrst var sagt frá atvikinu á vef Ríkisútvarpsins. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa WOW við vinnslu fréttarinnar.



Samkvæmt Scottish Sun biðu viðbragðsaðilar á flugbrautinni þegar flugvélinni var lent.

Uppfært klukkan 15:20

Upplýsingafulltrúi WOW Air, Svanhvít Friðriksdóttir, staðfesti í samtali við fréttastofu að um alvarleg veikindi farþega hafi verið að ræða og því hafi verið ákveðið að lenda í Edinborg. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig meira um málið að svo stöddu.

Fyrirsögn hefur verið breytt vegna mistaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×