Frasinn sem Íslendingar hreykja sér af úti í heimi tekinn beint úr dönsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 12:32 "Þetta reddast,“ gæti þessi fjölskyldufaðir verið að hugsa. Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt. Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt.
Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira