Frasinn sem Íslendingar hreykja sér af úti í heimi tekinn beint úr dönsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 12:32 "Þetta reddast,“ gæti þessi fjölskyldufaðir verið að hugsa. Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt. Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hinn heimsfrægi frasi „þetta reddast“, sem Íslendingar hafa löngum stært sig af á alþjóðavettvangi, er ekki jafníslenskur og margir vilja vera láta. Frasinn er nefnilega beinþýðing úr dönsku, líkt og prófessor í íslensku bendir á. Það vakti töluverða athygli í vikunni þegar greint var frá því að í Færeyjum segðu menn „átján hundruð og grænkál“ en á Íslandi væri það „sautján hundruð og súrkál“. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, sem útskýrði muninn á áðurnefndum orðatiltækjum í samtali við fréttastofu, fór yfir uppruna fleiri orða og orðasambanda í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Guðrún Kvaran.Vísir/GVASjá einnig: Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðrún var m.a. innt eftir merkingu og rótum frasans „þetta reddast“, sem má segja að sé sá íslenski frasi sem helst hefur getið sér frægðar úti í heimi. Hún sagði upprunann ekki flókinn, um væri að ræða beinþýðingu úr dönsku. „Þetta er notað nákvæmlega eins í dönsku: „Det reddes“, og „redde“ er sögnin í dönsku.“ Þá benti Guðrún sjálf á það hversu langt út fyrir landsteinanna frasinn hefði náð en hún hitti nýlega Þjóðverja sem kann enga íslensku. „Við vorum að kveðjast og það var eitthvað sem við þurftum að sjá að gangi upp. Og þá sagði hann: „Þetta reddast!“ Hann var búinn að læra það.“ Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar. Umfjöllunin ber heitið „Hin óvænta speki sem Íslendingar lifa á“ og kafar höfundur djúpt ofan í hið svokallaða „þetta reddast“-hugarfar þjóðarinnar. Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Hún fór einnig yfir uppruna sagnarinnar „skeggræða“ og orðatiltækisins „að hafa nasasjón af einhverju“, svo eitthvað sé nefnt.
Danmörk Íslenska á tækniöld Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira