Bara einn silfurstrákur eftir í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 08:30 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Daníel Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Í ágúst síðastliðnum voru liðin tíu ár frá því að íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri frá upphafi með því að vinna til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta. Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn. Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug. Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu. Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn. Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð. Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för. Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.Íslenska landsliðið sem endaði í 2. sæti á ÓL 2008.Vísir/VilhelmLandsliðsmennirnir fjórtán sem unnu silfur á ÓL í Peking 2018 Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sigfús Sigurðsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla Ásgeirsson (Bjarni Fritzson varamaður)Silfurstrákar á HM 2019 - 1 Björgvin Páll GústavssonSilfurstrákar á EM 2018 - 4(Urðu í 13. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á HM 2017 - 4(Urðu í 14. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur SigurðssonSilfurstrákar á EM 2016 - 7(Urðu í 13. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn GuðjónssonSilfurstrákar á HM 2015 - 8(Urðu í 11. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2014 - 7(Urðu í 5. sæti) Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2013 - 6(Urðu í 12. sæti) Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonLogi Geirsson með Ólympíusilfrið en með honum eru Sigfús Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson.Vísir/VilhelmSilfurstrákar á ÓL 2012 - 11(Urðu í 5. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2012 - 10(Urðu í 10. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á HM 2011 - 11(Urðu í 6. sæti) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas JakobssonSilfurstrákar á EM 2010 - 13(Unnu bronsverðlaun á mótinu) Alexander Petersson Arnór Atlason Ásgeir Örn Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson Guðjón Valur Sigurðsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Ólafur Stefánsson Róbert Gunnarsson Snorri Steinn Guðjónsson Sverre Andreas Jakobsson Sturla ÁsgeirssonGuðmundur Guðmundsson þjálfaði landsliðið árið 2008 alveg eins og núna. Hér er hann með Ólafi Stefánssyni.Vísir/Vilhelm
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira