Samherji teflir fram Eiríki í stjórn Haga Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja. Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, sækist eftir kjöri í stjórn Haga á hluthafafundi félagsins sem verður haldinn 18. janúar næstkomandi, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að gefa kost á sér til setu í stjórn rann út síðastliðinn föstudag en Samherji, sem fer með 9,22 prósenta hlut í Högum, hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að boðað yrði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör væri á dagskrá. Þá mun Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi Fréttablaðsins, einnig tefla fram stjórnarmanni í kjörinu en félög í hennar eigu eiga um fimm prósenta hlut í Högum, stærsta smásölufyrirtæki landsins. Tillögur tilnefningarnefndar Haga um frambjóðendur til stjórnar Haga verða tilkynntar á föstudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hyggst Kristín Friðgeirsdóttir, núverandi stjórnarformaður smásölurisans, ekki sækjast eftir endurkjöri í stjórn en hún hefur setið í stjórn Haga allt frá 2011. Hún vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Markaðinn þegar eftir því var leitað. Samherji er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Haga en sjávarútvegsfyrirtækið eignaðist rúmlega fimm prósenta hlut í félaginu við samruna Haga og Olís sem kom til framkvæmda þann 30. nóvember í fyrra. Þá hefur félagið einnig gert framvirka samninga um kaup á 4,12 prósenta hlut í Högum til viðbótar. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar á mánudag kom fram að stjórnendur félagsins hefðu lækkað af- komuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár um 300 til 400 milljónir króna, eða sem nemur sex til átta prósentum. Ný afkomuspá Haga gerir ráð fyrir að EBITDA félagsins – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 4.600 til 4.700 milljónir króna á yfirstandandi rekstrarári, sem hófst í mars síðastliðnum. Hlutabréfaverð Haga lækkaði um rúmlega sex prósent í kjölfar afkomuviðvörunarinnar og stóð gengi bréfa félagsins í 42,3 krónum á hlut við lokun markaða í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira