Ásmundur sendir Birni Leví háðsglósu úr Slysavarnaskólanum Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2019 15:01 Víst er að Ásmundur hugsar Birni Leví þegjandi þörfina, svo mjög að í upphafi frásagnar af ævintýrum sínum í Slysavarnaskóla sjómanna sendir hann hinum spurula Birni glósu. Ásmundur Friðriksson, hinn mjög svo umdeildi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þessa dagana á námskeiði í Slysavarnaskóla sjómanna. Hann greinir vinum sínum á Facebook frá ævintýrum sínum þar en lætur fylgja með glósu til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. En, Björn Leví hefur verið duglegur að spyrja út í meðal annars aksturskostnað þingmanna. Þar hefur Ásmundur verið ofarlega á blaði. Og víst er að Björn Leví er enginn dáyndismaður í huga Ásmundar. „Fyrsti dagurinn í Slysavarnarskóla sjómanna var áhugaverður. Ég ætti að vera búinn að ná nafninu í vikulokin ef mér gengur vel. Það er áhugavert fyrir þingmann að kynna sér þennan mikilvæga skóla og ég ætla að gera meira af þessu. Björn Levi gæti þá spurt þingið hvað mörg námskeið ég hafi setið, hvað að meðaltali margir nemendur hafi verið þar og hvað ég keyrði á hvert námskeið og hvað það væru þá margir kílómetrar í akstri sem hver nemandi keyrt ef þeir hefðu líka kosið utankjörfundar,“ segir Ásmundur háðslega. Hann snýr sér þá að því að lýsa því hvað hann er að fást við. „Ég er nemandi í grunnnámskeiði í öryggisfræðslu og fórum við yfir fyrstu þætti námsefnisis. Fengum leiðsögn frá þremur kennurum þennan fyrsta dag og voru þeir allir áheyrilegir og kunna greinilega sitt fag. Þeir fóru yfir með okkur undirstöðu í öryggismálum, alþjóðakröfur, öryggiskröfur skipa, fyrirkomulag öryggisbúnaðar merkingar, mengun og margt margt fleira.“ Ítarlega færslu þingmannsins um námskeið sitt hjá Slysavarnaskólanum má sjá hér neðar. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Segir Píratann sýna Alþingi vanvirðingu með því að vera á sokkaleistunum. 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, hinn mjög svo umdeildi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þessa dagana á námskeiði í Slysavarnaskóla sjómanna. Hann greinir vinum sínum á Facebook frá ævintýrum sínum þar en lætur fylgja með glósu til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. En, Björn Leví hefur verið duglegur að spyrja út í meðal annars aksturskostnað þingmanna. Þar hefur Ásmundur verið ofarlega á blaði. Og víst er að Björn Leví er enginn dáyndismaður í huga Ásmundar. „Fyrsti dagurinn í Slysavarnarskóla sjómanna var áhugaverður. Ég ætti að vera búinn að ná nafninu í vikulokin ef mér gengur vel. Það er áhugavert fyrir þingmann að kynna sér þennan mikilvæga skóla og ég ætla að gera meira af þessu. Björn Levi gæti þá spurt þingið hvað mörg námskeið ég hafi setið, hvað að meðaltali margir nemendur hafi verið þar og hvað ég keyrði á hvert námskeið og hvað það væru þá margir kílómetrar í akstri sem hver nemandi keyrt ef þeir hefðu líka kosið utankjörfundar,“ segir Ásmundur háðslega. Hann snýr sér þá að því að lýsa því hvað hann er að fást við. „Ég er nemandi í grunnnámskeiði í öryggisfræðslu og fórum við yfir fyrstu þætti námsefnisis. Fengum leiðsögn frá þremur kennurum þennan fyrsta dag og voru þeir allir áheyrilegir og kunna greinilega sitt fag. Þeir fóru yfir með okkur undirstöðu í öryggismálum, alþjóðakröfur, öryggiskröfur skipa, fyrirkomulag öryggisbúnaðar merkingar, mengun og margt margt fleira.“ Ítarlega færslu þingmannsins um námskeið sitt hjá Slysavarnaskólanum má sjá hér neðar.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Segir Píratann sýna Alþingi vanvirðingu með því að vera á sokkaleistunum. 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00
Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Segir Píratann sýna Alþingi vanvirðingu með því að vera á sokkaleistunum. 11. desember 2018 18:11
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21
Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15