Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 14:11 Sjúklingar sem bíða eftirr innlögn þurfa eftir breytingarnar að bíða að meðaltali í 23 klukkustundir. vísir/vilhelm Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. Hann er fjórar til fimm klukkustundir sem telst innan viðmiða. Þetta kemur fram í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans sem birt er á vef Landlæknis í dag. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að skoða þyrfti hvort flutningurinn hafi gefist vel og hvort ástæða sé til að endurskoða ákvörðunina miðað við álag á bráðamóttökuna.Bíða í tæpan sólarhring Þann 6. desember barst embætti Landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs hlutaúttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Til að fá fyllri mynd af stöðunni á spítalanum voru einnig heimsóttar tvær legudeildir, A-6 og 12-E. Vinnu við úttektina lauk 28. desember og voru skýrsludrög þá send velferðarráðuneyti, nú heilbrigðisráðuneyti, og Landspítala. Áður var heilbrigðisráðherra sent minnisblað um helstu niðurstöður þann 17. sama mánaðar. Í hlutaúttekinni segir að vandinn liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn. Meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klukkustundir en æskilegt viðmið er fjórðungur þess tíma eða sex klukkustundir. „Ástæður þessa eru einkum tvær og endurspeglast í skorti á virkum legurýmum; annars vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem úrræði skortir utan hans og er þar einkum um að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð vegna þess.“Ábendingar Landlæknis til Landspítala og heilbrigðisráðuneytis.Þurfa að opna fleiri hjúkrunarrými án tafar Í skýrslunni eru lagðar fram ábendingar til Landspítala sem einkum fjalla um starfsumhverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort rétt var að loka Hjartagátt. Í ábendingum Landlæknis til heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi, án tafar, fleiri hjúkrunarrými, að efla þurfi heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvalarrými og að efla þurfi mönnun sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum ráðum. „Embætti landlæknis er kunnugt um að heilbrigðisráðuneytið vinnur þegar að þessum málum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. Hann er fjórar til fimm klukkustundir sem telst innan viðmiða. Þetta kemur fram í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans sem birt er á vef Landlæknis í dag. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að skoða þyrfti hvort flutningurinn hafi gefist vel og hvort ástæða sé til að endurskoða ákvörðunina miðað við álag á bráðamóttökuna.Bíða í tæpan sólarhring Þann 6. desember barst embætti Landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs hlutaúttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Til að fá fyllri mynd af stöðunni á spítalanum voru einnig heimsóttar tvær legudeildir, A-6 og 12-E. Vinnu við úttektina lauk 28. desember og voru skýrsludrög þá send velferðarráðuneyti, nú heilbrigðisráðuneyti, og Landspítala. Áður var heilbrigðisráðherra sent minnisblað um helstu niðurstöður þann 17. sama mánaðar. Í hlutaúttekinni segir að vandinn liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn. Meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klukkustundir en æskilegt viðmið er fjórðungur þess tíma eða sex klukkustundir. „Ástæður þessa eru einkum tvær og endurspeglast í skorti á virkum legurýmum; annars vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem úrræði skortir utan hans og er þar einkum um að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð vegna þess.“Ábendingar Landlæknis til Landspítala og heilbrigðisráðuneytis.Þurfa að opna fleiri hjúkrunarrými án tafar Í skýrslunni eru lagðar fram ábendingar til Landspítala sem einkum fjalla um starfsumhverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort rétt var að loka Hjartagátt. Í ábendingum Landlæknis til heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi, án tafar, fleiri hjúkrunarrými, að efla þurfi heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvalarrými og að efla þurfi mönnun sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum ráðum. „Embætti landlæknis er kunnugt um að heilbrigðisráðuneytið vinnur þegar að þessum málum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira