Smygl á fólki birtist með skýrari hætti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2019 19:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“ Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“
Lögreglumál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira