Geir skilur fjölskylduna eftir í Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 11:00 Geir Sveinsson við undirritun samningsins. Mynd/akureyri-hand.is Geir Sveinsson tók um áramótin við sem þjálfari Akureyrarliðsins í Olís deild karla í handbolta en hann fór yfir stöðuna í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég var ekki að þjálfa og mér fannst þetta áhugaverð áskorun. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga ákvað ég að taka henni,“ sagði Geir Sveinsson. Geir tekur við starfi Sverre Andreas Jakobssonar sem hafði tekist að koma Akureyri upp úr fallsæti deildarinnar eftir slæma byrjun á tímabilinu. Akureyri er í 10. sæti Olís deildar karla, tveimur stigum á eftir KA (9. sæti) og einu stigi á undan Fram (11. sæti).Geir Sveinsson í sínu fyrsta viðtali sem þjálfari Akureyrarhttps://t.co/akT0ZIPJBk#VelkominnGeir#AkureyriHandbolti#handbolti#olisdeildinpic.twitter.com/txAqtEL9l1 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) January 6, 2019 Geir Sveinsson var búsettur erlendis en hann flytur frá Þýskalandi til Akureyrar. Geir á stóra fjölskyldu en hann kemur bara einn til Íslands. „Það voru fyrst og fremst fjölskylduástæður sem ég spáði í fram og til baka. Við erum búsett í Þýskalandi og það þurfti að ákveða hvort við ætluðum öll að fara eða hvað. Við ákváðum að fjölskyldan yrði áfram í Þýskalandi þennan vetur vegna skólagöngu barnanna. Ég kem því einn til Akureyrar og tek þetta að mér í nokkra mánuði með fjölskylduna búsetta erlendis. Svo sjáum við hvernig þetta þróast og hvernig næstu skref verða,“ segir Geir. Geir hefur ekki þjálfað í efstu deild á Íslandi í langan tíma en kveðst þó hafa fylgst vel með undanfarin ár. Geir var landsliðsþjálfari Íslands frá 2016 til 2018. „Ég fylgdist vel með deildinni sem landsliðsþjálfari, starfs míns vegna og er því vel kunnugur henni. Það eru ekki það miklar breytingar á leikmönnum í deildinni frá því ég var að þjálfa landsliðið. Ég hef fylgst með í vetur og nú sest maður fyrir framan tölvuna og skoðar það efni sem maður getur náð sér í til að átta sig á deildinni. Þetta er mjög spennandi og skemmtileg deild. Það er mikið um að vera og mikill uppgangur,“ segir Geir en hans sín á handboltann er ekki mjög flókin. „Handbolti er frekar einfaldur, hann gengur út á að vinna leiki og það er það sem við viljum gera. Vonandi göngum við öll í sömu átt; stuðningsmenn, þjálfarar, leikmenn og stjórn við að gera þetta sem best,“ segir Geir en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Geir Sveinsson tók um áramótin við sem þjálfari Akureyrarliðsins í Olís deild karla í handbolta en hann fór yfir stöðuna í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég var ekki að þjálfa og mér fannst þetta áhugaverð áskorun. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í nokkra daga ákvað ég að taka henni,“ sagði Geir Sveinsson. Geir tekur við starfi Sverre Andreas Jakobssonar sem hafði tekist að koma Akureyri upp úr fallsæti deildarinnar eftir slæma byrjun á tímabilinu. Akureyri er í 10. sæti Olís deildar karla, tveimur stigum á eftir KA (9. sæti) og einu stigi á undan Fram (11. sæti).Geir Sveinsson í sínu fyrsta viðtali sem þjálfari Akureyrarhttps://t.co/akT0ZIPJBk#VelkominnGeir#AkureyriHandbolti#handbolti#olisdeildinpic.twitter.com/txAqtEL9l1 — Akureyri Handboltafélag (@AkureyriH) January 6, 2019 Geir Sveinsson var búsettur erlendis en hann flytur frá Þýskalandi til Akureyrar. Geir á stóra fjölskyldu en hann kemur bara einn til Íslands. „Það voru fyrst og fremst fjölskylduástæður sem ég spáði í fram og til baka. Við erum búsett í Þýskalandi og það þurfti að ákveða hvort við ætluðum öll að fara eða hvað. Við ákváðum að fjölskyldan yrði áfram í Þýskalandi þennan vetur vegna skólagöngu barnanna. Ég kem því einn til Akureyrar og tek þetta að mér í nokkra mánuði með fjölskylduna búsetta erlendis. Svo sjáum við hvernig þetta þróast og hvernig næstu skref verða,“ segir Geir. Geir hefur ekki þjálfað í efstu deild á Íslandi í langan tíma en kveðst þó hafa fylgst vel með undanfarin ár. Geir var landsliðsþjálfari Íslands frá 2016 til 2018. „Ég fylgdist vel með deildinni sem landsliðsþjálfari, starfs míns vegna og er því vel kunnugur henni. Það eru ekki það miklar breytingar á leikmönnum í deildinni frá því ég var að þjálfa landsliðið. Ég hef fylgst með í vetur og nú sest maður fyrir framan tölvuna og skoðar það efni sem maður getur náð sér í til að átta sig á deildinni. Þetta er mjög spennandi og skemmtileg deild. Það er mikið um að vera og mikill uppgangur,“ segir Geir en hans sín á handboltann er ekki mjög flókin. „Handbolti er frekar einfaldur, hann gengur út á að vinna leiki og það er það sem við viljum gera. Vonandi göngum við öll í sömu átt; stuðningsmenn, þjálfarar, leikmenn og stjórn við að gera þetta sem best,“ segir Geir en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira