Meistararnir lögðu grunninn að nýju Öskubuskuævintýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. janúar 2019 09:30 Kraftaverkamaður. Foles hleypur hér af velli eftir leik í nótt. Hann fékk eina milljón dollara í bónus fyrir sigurinn. vísir/getty Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia NFL Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Philadelphia Eagles varð mjög óvænt meistari í NFL-deildinni á síðustu leiktíð og liðið er að vinna eftir sömu uppskrift í ár. Eagles vann aðeins níu leiki á tímabilinu en tapaði sjö. Liðið skreið í úrslitakeppnina og sótti Chcago Bears heim í nótt. Birnirnir unnu tólf leiki á tímabilinu og eru með bestu vörn deildarinnar. Þeir ætluðu sér því stóra hluti á þessari leiktíð. Eagles því litla liðið í rimmu gærkvöldsins með varaleikstjórnandann Nick Foles á vellinum. Rétt eins og á síðustu leiktíð en þá sprakk Foles út og tryggði þeim titilinn. Hann var svo kosinn besti leikmaður Super Bowl. Töfrarnir fylgja enn Foles í úrslitakeppninni og hann tryggði sínum mönnum 16-15 sigur með snertimarkssendingu á fjórðu tilraun er innan við mínúta var eftir af leiknum. Bears fékk tækifæri til þess að vinna í lokin en vallarmarkstilraun Cody Parkey fór í stöngina og svo niður á slána áður en boltinn skaust aftur inn á völlinn. Eins svekkjandi og það verður. Home and away radio calls from the final moments of #PHIvsCHI. #NFLPlayoffspic.twitter.com/AggnLoLhxk — NFL (@NFL) January 7, 2019 Öskubuskurnar frá Philadelphia heimsækja besta lið tímabilsins, New Orleans Saints, um næstu helgi og menn skulu fara varlega í að afskrifa Foles og félaga. LA Chargers tryggði sig einnig áfram í úrslitakeppninni í gær gegn arfaslöku liði Baltimore Ravens. Chargers með yfirburði allan tímann en gaf allt of mikið eftir í lokafjórðungnum. Svo mikið reyndar að Ravens hefði getað unnið leikinn í lokin en Chargers slapp með skrekkinn.Úrslit helgarinnar:Laugardagur: Houston-Indianapolis 7-21 Dallas-Seattle 24-22Sunnudagur: Baltimore-LA Chargers 17-23 Chicago-Philadelphia 15-16Átta liða úrslit:Laugardagur: Kansas City - Indianapolis LA Rams - Dallas CowboysSunnudagur: New England - LA Chargers New Orleans - Philadelphia
NFL Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira