Fótbolti

Real Madrid kæmist ekki í Meistaradeildina ef spænska deildin endaði núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur lítið hjá Sergio Ramos og Evrópumeisturum Real Madrid.
Það gengur lítið hjá Sergio Ramos og Evrópumeisturum Real Madrid. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno
Real Madrid er ekki meðal fjögurra efstu liðanna í spænsku deildinni eftir tap á móti Real Sociedad á heimavelli um helgina.

Real Madrid er með 30 stig, einu stigi minna en Alavés sem situr í fjórða og síðasta sætinu sem hefur þátttökurrétt í Meistaradeildionni á næstu leiktíð.

Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina undanfarin þrjú ár og komst í sextán liða úrslit keppninnar sem hefjast í næsta mánuði. Með sama áframhaldi þarf Real Madrid liðið hreinlega að vinna Meistaradeildina fjórða árið í röð til að vera með í Meistaradeildinni keppnistímabilið 2019-2020.

Real Sociedad var þarna að vinna sinn fyrsta leik á Santiago Bernabeu í fimmtán ár og Sociedad hafði líka tapað fjórum deildarleikjum í röð fyrir leikinn.





Real Madrid hefur nú tapað sex deildarleikjum á tímabilinu eða jafnmörgum og liðið tapaði allt síðasta tímabil.

Barcelona er með fimm stiga forskot á Atletico Madrid toppnum og Börsungar eru með tíu stigum meira en erkifjendur þeirra í Real Madrid.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×