Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, segir að framleiðendur Skaupsins hefðu getað varað við ofbeldi í Skaupinu. Fréttablaðið/daniel Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
„Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26
Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00
Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50