Konur þurft að búa mánuðum saman í athvarfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:30 Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vaxandi hópur kvenna, sem ekki eru í neyslu en glíma við mikinn félagslegan og jafnvel geðrænan vanda, hafa dvalið mánuðum og jafnvel árum saman í Konukoti. Brynhildur Jensdóttir, forstöðumaður Konukots segir óásættanlegt að veikar konur búi í athvarfi. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er ætlað að sinna grunnþörfum hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat. Athvarfið er opið frá klukkan fimm á daginn og til klukkan tíu morgunin eftir og þá þurfa konurnar að fara út. Fyrstu tölur fyrir árið 2018 sýna að gistinóttum hafi fjölgað talsvert en þær voru yfir 3300. Það eru fleiri gistinætur en árið 2017 þegar þær voru tæplega 3000. Svipaður fjöldi kvenna nýttu athvarfið eða hundrað og sjö konur og er viðvera í athvarfinu því orðin meiri. Þær sem sem dvelja í athvarfinu eru ýmist í mikilli neyslu vímuefna eða eru tvígreindar, það er eru greindar með geð- og fíknisjúkdóm. „Og svo er vaxandi hópur kvenna sem er ekki með neysluvanda og ekki greindan geðvanda en tilfinningin okkar er að það sé geðvandi og mikinn félagslegan vanda og þær eru kannski þær konur sem dvelja sem lengst í athvarfinu,“ segir Brynhildur. Árið 2018 hafi nokkrar konur í þessari stöðu dvalið til lengri tíma í athvarfinu. „Eins og staðan er núna þá eru konur sem leita í athvarfið sem hafa leitað í athvarfið mánuðum og jafnvel sem árum skiptir“ Þar sem þetta virðist vera vaxandi hópur sé staðan alvarleg. Konukot sé hugsað sem nótt fyrir nótt athvarf. „Að búa í athvarfi geta ekki verið ásættanleg lífsgæði fyrir einstaklinga. Það er mjög sorglegt að horfa á þennan hóp kvenna sem mundi líklega geta búið í búsetu og mögulega þá með einhvers konar stuðning sumar. Að þurfa að vera hér á hverri einustu nóttu og þurfa að fara út klukkan tíu á morgnana sama hvernig viðrar og vera úti allan daginn.“ Hún segist hafa miklar áhyggjur konunum. „Þessi hópur sem er með mikinn félagslegan vanda, engan neysluvanda og eru í langtímadvöl hjá okkur sem þýðir að þær eru á hverri nóttu sem mánuðum skiptir. Þær koma klukkan fimm og fara út klukkan 10 og eru með mikla viðveru hér. Lífsgæði þeirra ættu að vera betri en að vera í athvarfi.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira