Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 10:15 Loforðið um múrinn var helsta kosningarloforð Trump. Vísir/EPA Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23