Ítarleg úttekt á því af hverju McDonalds gekk ekki upp hér landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 10:30 Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan. Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan.
Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44